Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. ágúst 2016 19:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira