Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:40 Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson á Kvíabryggju. vísir/þorbjörn þórðarson Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. Frestur Páls til að svara bréfi umboðsmanns rennur út í dag en í samtali við Vísi kvaðst Páll ekki getað tjáð sig um efni svara sinna og bar við trúnaði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að þeim sem báru fram kvörtunina verði nú gefinn kostur á að gera athugasemdir. Aðspurður hvort bréf fangelsismálastjóra verði birt opinberlega segir Tryggvi að á meðan mál séu til umfjöllunar hjá umboðsmanni í tilefni af kvörtunum þá séu gögn tengd þeim ekki birt. Tryggvi segir að stefnt sé að því að ljúka afgreiðslu málsins eins fljótt og kostur er.Kvörtuðu yfir komu Michael Moore í fangelsið og ummælum Páls í fjölmiðlum Kvörtun þremenninganna, sem allir afplána dóma vegna Al Thani-málsins, snerist í grunninn um fjögur atriði: ummæli Páls Winkel í fjölmiðlum um séróskir ónafngreindra fanga og að þeir hafi fengið almannatengslaskrifstofu til að eiga samskipti við fangelsismálayfirvöld, leyfi sem kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore mun hafa fengið til að mynda og taka viðtöl á Kvíabryggju, tilteknum ummælum í Föstudagsviðtalinu um tilraunir til að múta starfsmönnum fangelsismálastofnunar og að lokum upplýsingum um reiðnámskeið sem aldrei varð.Sjá einnig: Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrírPáll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóÍ bréfi sínu til Páls óskaði umboðsmaður meðal annars eftir því að Páll útskýrði hvað hann átti við í samtali við mbl.is þann 10. október síðastliðinn þegar hann sagði: „Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“ Daginn eftir staðfesti fangelsismálastofnun að engin ósk um rauðvínsneyslu hafi borist embættinu frá fanga sem sæti í fangelsi á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota frá árinu 2008.Spyr ítarlega út í reiðnámskeiðið sem aldrei var haldið Þá vill umboðsmaður einnig vita hvort Michael Moore eða tökulið á hans vegum hafi fengið leyfi stofnunarinnar til að taka upp í fangelsinu og ræða við fanga um þremenningana sem kvörtuðu. Ef slíkt leyfi hafi verið veitt vill umboðsmaður vita hvernig það samrýmist reglugerðum og stjórnarskrárbundnum rétti fanga til friðhelgi einkalífs. Umboðsmaður vill líka fá að vita hvernig föngum sem voru á Kvíabryggju þegar kvikmyndatökuliðið kom á staðin var kynnt kom þeirra og heimildir til athafna í fangelsinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um reiðnámskeiðið sem stöðvað var á síðustu stundu, samkvæmt Páli sjálfum. Með kvörtun þremenninganna til umboðsmanns fylgdi afrit af tölvupóstsamskiptum Ólafs við forstöðumann Kvíabryggjufangelsisins. Af þeim verður ekki annað ráðið en að Ólafur hafi verið í sambandi við hann frá því í júní um málið. Umboðsmaður vitnar í tölvupóst frá forstöðumanninum til Ólafs 2. nóvember síðastliðinn þar sem segir að fangelsismálastofnun hafi gefið leyfi fyrir námskeiðinu með tilteknum skilyrðum. Umboðsmaður vill afrit af öllum gögnum stofnunarinnar og fangelsisins sem tengjast þessari reiðnámskeiðsbeiðni fanganna. Þá vill hann líka vita hvort föngunum hafi verið veitt leyfi fyrir námskeiðinu og ef svo er, hvernig ummæli Páls um að það hafi verið stoppað af á síðustu stundu samræmist því. Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05 Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. Frestur Páls til að svara bréfi umboðsmanns rennur út í dag en í samtali við Vísi kvaðst Páll ekki getað tjáð sig um efni svara sinna og bar við trúnaði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að þeim sem báru fram kvörtunina verði nú gefinn kostur á að gera athugasemdir. Aðspurður hvort bréf fangelsismálastjóra verði birt opinberlega segir Tryggvi að á meðan mál séu til umfjöllunar hjá umboðsmanni í tilefni af kvörtunum þá séu gögn tengd þeim ekki birt. Tryggvi segir að stefnt sé að því að ljúka afgreiðslu málsins eins fljótt og kostur er.Kvörtuðu yfir komu Michael Moore í fangelsið og ummælum Páls í fjölmiðlum Kvörtun þremenninganna, sem allir afplána dóma vegna Al Thani-málsins, snerist í grunninn um fjögur atriði: ummæli Páls Winkel í fjölmiðlum um séróskir ónafngreindra fanga og að þeir hafi fengið almannatengslaskrifstofu til að eiga samskipti við fangelsismálayfirvöld, leyfi sem kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore mun hafa fengið til að mynda og taka viðtöl á Kvíabryggju, tilteknum ummælum í Föstudagsviðtalinu um tilraunir til að múta starfsmönnum fangelsismálastofnunar og að lokum upplýsingum um reiðnámskeið sem aldrei varð.Sjá einnig: Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrírPáll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóÍ bréfi sínu til Páls óskaði umboðsmaður meðal annars eftir því að Páll útskýrði hvað hann átti við í samtali við mbl.is þann 10. október síðastliðinn þegar hann sagði: „Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“ Daginn eftir staðfesti fangelsismálastofnun að engin ósk um rauðvínsneyslu hafi borist embættinu frá fanga sem sæti í fangelsi á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota frá árinu 2008.Spyr ítarlega út í reiðnámskeiðið sem aldrei var haldið Þá vill umboðsmaður einnig vita hvort Michael Moore eða tökulið á hans vegum hafi fengið leyfi stofnunarinnar til að taka upp í fangelsinu og ræða við fanga um þremenningana sem kvörtuðu. Ef slíkt leyfi hafi verið veitt vill umboðsmaður vita hvernig það samrýmist reglugerðum og stjórnarskrárbundnum rétti fanga til friðhelgi einkalífs. Umboðsmaður vill líka fá að vita hvernig föngum sem voru á Kvíabryggju þegar kvikmyndatökuliðið kom á staðin var kynnt kom þeirra og heimildir til athafna í fangelsinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um reiðnámskeiðið sem stöðvað var á síðustu stundu, samkvæmt Páli sjálfum. Með kvörtun þremenninganna til umboðsmanns fylgdi afrit af tölvupóstsamskiptum Ólafs við forstöðumann Kvíabryggjufangelsisins. Af þeim verður ekki annað ráðið en að Ólafur hafi verið í sambandi við hann frá því í júní um málið. Umboðsmaður vitnar í tölvupóst frá forstöðumanninum til Ólafs 2. nóvember síðastliðinn þar sem segir að fangelsismálastofnun hafi gefið leyfi fyrir námskeiðinu með tilteknum skilyrðum. Umboðsmaður vill afrit af öllum gögnum stofnunarinnar og fangelsisins sem tengjast þessari reiðnámskeiðsbeiðni fanganna. Þá vill hann líka vita hvort föngunum hafi verið veitt leyfi fyrir námskeiðinu og ef svo er, hvernig ummæli Páls um að það hafi verið stoppað af á síðustu stundu samræmist því.
Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05 Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34
Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00
Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05
Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55