Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:40 Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson á Kvíabryggju. vísir/þorbjörn þórðarson Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. Frestur Páls til að svara bréfi umboðsmanns rennur út í dag en í samtali við Vísi kvaðst Páll ekki getað tjáð sig um efni svara sinna og bar við trúnaði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að þeim sem báru fram kvörtunina verði nú gefinn kostur á að gera athugasemdir. Aðspurður hvort bréf fangelsismálastjóra verði birt opinberlega segir Tryggvi að á meðan mál séu til umfjöllunar hjá umboðsmanni í tilefni af kvörtunum þá séu gögn tengd þeim ekki birt. Tryggvi segir að stefnt sé að því að ljúka afgreiðslu málsins eins fljótt og kostur er.Kvörtuðu yfir komu Michael Moore í fangelsið og ummælum Páls í fjölmiðlum Kvörtun þremenninganna, sem allir afplána dóma vegna Al Thani-málsins, snerist í grunninn um fjögur atriði: ummæli Páls Winkel í fjölmiðlum um séróskir ónafngreindra fanga og að þeir hafi fengið almannatengslaskrifstofu til að eiga samskipti við fangelsismálayfirvöld, leyfi sem kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore mun hafa fengið til að mynda og taka viðtöl á Kvíabryggju, tilteknum ummælum í Föstudagsviðtalinu um tilraunir til að múta starfsmönnum fangelsismálastofnunar og að lokum upplýsingum um reiðnámskeið sem aldrei varð.Sjá einnig: Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrírPáll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóÍ bréfi sínu til Páls óskaði umboðsmaður meðal annars eftir því að Páll útskýrði hvað hann átti við í samtali við mbl.is þann 10. október síðastliðinn þegar hann sagði: „Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“ Daginn eftir staðfesti fangelsismálastofnun að engin ósk um rauðvínsneyslu hafi borist embættinu frá fanga sem sæti í fangelsi á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota frá árinu 2008.Spyr ítarlega út í reiðnámskeiðið sem aldrei var haldið Þá vill umboðsmaður einnig vita hvort Michael Moore eða tökulið á hans vegum hafi fengið leyfi stofnunarinnar til að taka upp í fangelsinu og ræða við fanga um þremenningana sem kvörtuðu. Ef slíkt leyfi hafi verið veitt vill umboðsmaður vita hvernig það samrýmist reglugerðum og stjórnarskrárbundnum rétti fanga til friðhelgi einkalífs. Umboðsmaður vill líka fá að vita hvernig föngum sem voru á Kvíabryggju þegar kvikmyndatökuliðið kom á staðin var kynnt kom þeirra og heimildir til athafna í fangelsinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um reiðnámskeiðið sem stöðvað var á síðustu stundu, samkvæmt Páli sjálfum. Með kvörtun þremenninganna til umboðsmanns fylgdi afrit af tölvupóstsamskiptum Ólafs við forstöðumann Kvíabryggjufangelsisins. Af þeim verður ekki annað ráðið en að Ólafur hafi verið í sambandi við hann frá því í júní um málið. Umboðsmaður vitnar í tölvupóst frá forstöðumanninum til Ólafs 2. nóvember síðastliðinn þar sem segir að fangelsismálastofnun hafi gefið leyfi fyrir námskeiðinu með tilteknum skilyrðum. Umboðsmaður vill afrit af öllum gögnum stofnunarinnar og fangelsisins sem tengjast þessari reiðnámskeiðsbeiðni fanganna. Þá vill hann líka vita hvort föngunum hafi verið veitt leyfi fyrir námskeiðinu og ef svo er, hvernig ummæli Páls um að það hafi verið stoppað af á síðustu stundu samræmist því. Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05 Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. Frestur Páls til að svara bréfi umboðsmanns rennur út í dag en í samtali við Vísi kvaðst Páll ekki getað tjáð sig um efni svara sinna og bar við trúnaði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að þeim sem báru fram kvörtunina verði nú gefinn kostur á að gera athugasemdir. Aðspurður hvort bréf fangelsismálastjóra verði birt opinberlega segir Tryggvi að á meðan mál séu til umfjöllunar hjá umboðsmanni í tilefni af kvörtunum þá séu gögn tengd þeim ekki birt. Tryggvi segir að stefnt sé að því að ljúka afgreiðslu málsins eins fljótt og kostur er.Kvörtuðu yfir komu Michael Moore í fangelsið og ummælum Páls í fjölmiðlum Kvörtun þremenninganna, sem allir afplána dóma vegna Al Thani-málsins, snerist í grunninn um fjögur atriði: ummæli Páls Winkel í fjölmiðlum um séróskir ónafngreindra fanga og að þeir hafi fengið almannatengslaskrifstofu til að eiga samskipti við fangelsismálayfirvöld, leyfi sem kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore mun hafa fengið til að mynda og taka viðtöl á Kvíabryggju, tilteknum ummælum í Föstudagsviðtalinu um tilraunir til að múta starfsmönnum fangelsismálastofnunar og að lokum upplýsingum um reiðnámskeið sem aldrei varð.Sjá einnig: Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrírPáll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóÍ bréfi sínu til Páls óskaði umboðsmaður meðal annars eftir því að Páll útskýrði hvað hann átti við í samtali við mbl.is þann 10. október síðastliðinn þegar hann sagði: „Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“ Daginn eftir staðfesti fangelsismálastofnun að engin ósk um rauðvínsneyslu hafi borist embættinu frá fanga sem sæti í fangelsi á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota frá árinu 2008.Spyr ítarlega út í reiðnámskeiðið sem aldrei var haldið Þá vill umboðsmaður einnig vita hvort Michael Moore eða tökulið á hans vegum hafi fengið leyfi stofnunarinnar til að taka upp í fangelsinu og ræða við fanga um þremenningana sem kvörtuðu. Ef slíkt leyfi hafi verið veitt vill umboðsmaður vita hvernig það samrýmist reglugerðum og stjórnarskrárbundnum rétti fanga til friðhelgi einkalífs. Umboðsmaður vill líka fá að vita hvernig föngum sem voru á Kvíabryggju þegar kvikmyndatökuliðið kom á staðin var kynnt kom þeirra og heimildir til athafna í fangelsinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um reiðnámskeiðið sem stöðvað var á síðustu stundu, samkvæmt Páli sjálfum. Með kvörtun þremenninganna til umboðsmanns fylgdi afrit af tölvupóstsamskiptum Ólafs við forstöðumann Kvíabryggjufangelsisins. Af þeim verður ekki annað ráðið en að Ólafur hafi verið í sambandi við hann frá því í júní um málið. Umboðsmaður vitnar í tölvupóst frá forstöðumanninum til Ólafs 2. nóvember síðastliðinn þar sem segir að fangelsismálastofnun hafi gefið leyfi fyrir námskeiðinu með tilteknum skilyrðum. Umboðsmaður vill afrit af öllum gögnum stofnunarinnar og fangelsisins sem tengjast þessari reiðnámskeiðsbeiðni fanganna. Þá vill hann líka vita hvort föngunum hafi verið veitt leyfi fyrir námskeiðinu og ef svo er, hvernig ummæli Páls um að það hafi verið stoppað af á síðustu stundu samræmist því.
Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05 Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34
Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00
Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05
Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55