Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 20:00 EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira