Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:41 Eyjólfur ásamt móður sinni Elvu Christinu. vísir/anton brink Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20
Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00