Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 11:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Kári Stefánsson. vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist sammála því að mikilvægt sé að auka framlög til heilbrigðismála hér á landi en segir það vafasama leið að mæla heilbrigðisþjónustu einungis út frá ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Eins og kunnugt er hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi verji 11 prósent af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Þegar þetta er skrifað hafa um 42 þúsund manns skrifað undir. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar kemur fram að Íslendingar verji nú sem nemur 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu sem er það hlutfall sem tilgreint er í skýrslu OECD um heilbrigðismál frá árinu 2015. Talan 8,7 prósent er þó frá árinu 2013 og segir á endurreisn.is að það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Í skýrslu OECD kemur fram að Svíþjóð verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál, Danmörk 10,4 prósentum, Noregur 8,9 prósentum og Finnland 8,6 prósentum. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar forsætisráðherra ekki í þessar tölur heldur aðrar tölur frá World Bank. Í þeim kemur fram að Ísland hafi varið 9, 1 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála árið 2013. Sigmundur Davíð segir svo: „Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (18,5%) og í öðru sæti eru Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013]. 14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu", Lúxemborg, með 7,1%. Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne.“Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, 25 January 2016Bæði tölurnar hjá OECD og World Bank eru fengnar með því að taka heildarútgjöld þess sem varið er til heilbrigðismála í hverju landi fyrir sig, það er bæði það sem hið opinbera ver í heilbrigðisþjónustu og það sem varið er í heilbrigðismál í einkageiranum, en inni í tölunum eru þar af leiðandi útgjöld sjúklinga. Stærðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek vekur athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og vill meina að rökstuðningur Kára fyrir því að fá fólk til að skrifa undir sé villandi. Í athugasemdum við færslu sína segir Pawel meðal annars: „Mér er bara mjög annt um tölur. Kári Stefánsson "blaðrar" líka um tölur. Sá mælikvarði sem hann leggur á útgjöld til heilbrigðistkerfisins er annar en sá sem fólk heldur sig vera kvitta upp á. Ég veit ekki hvort hann hefur misskilið eða notað þær tölur sem áttu ekki beint við en gerðu muninn dramatískari. Hvort sem er finnst mér fremur óvandað.“ „Ég skal svara því hvað mér gengur til. Fjörutíu þúsund manns hafa skrifað undir skjal. Ég játa það að ég er andvígur inntaki skjalsins, m.a. því ég er fyrirfram andvígur svona eyrnarmerkingum skattfjár. Ég leggst í vinnu við að baktékka þann rökstuðning sem Kári notar til að fá fólk til að skrifa undir skjalið. Kemst að því að hann er villandi. Segi frá því.“Kári Stefánsson heldur því fram í undirskriftarsöfnun sinni að meðaltal hinna norðurlanda sé 10% af VLF í heilbrigðismál. Hér eru tölur frá OECD. Hver er hans heimild?Posted by Pawel Bartoszek on Sunday, 24 January 2016 Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist sammála því að mikilvægt sé að auka framlög til heilbrigðismála hér á landi en segir það vafasama leið að mæla heilbrigðisþjónustu einungis út frá ákveðnu hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Eins og kunnugt er hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi verji 11 prósent af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Þegar þetta er skrifað hafa um 42 þúsund manns skrifað undir. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar kemur fram að Íslendingar verji nú sem nemur 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu sem er það hlutfall sem tilgreint er í skýrslu OECD um heilbrigðismál frá árinu 2015. Talan 8,7 prósent er þó frá árinu 2013 og segir á endurreisn.is að það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Í skýrslu OECD kemur fram að Svíþjóð verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál, Danmörk 10,4 prósentum, Noregur 8,9 prósentum og Finnland 8,6 prósentum. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar forsætisráðherra ekki í þessar tölur heldur aðrar tölur frá World Bank. Í þeim kemur fram að Ísland hafi varið 9, 1 prósent af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála árið 2013. Sigmundur Davíð segir svo: „Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (18,5%) og í öðru sæti eru Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013]. 14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu", Lúxemborg, með 7,1%. Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne.“Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, 25 January 2016Bæði tölurnar hjá OECD og World Bank eru fengnar með því að taka heildarútgjöld þess sem varið er til heilbrigðismála í hverju landi fyrir sig, það er bæði það sem hið opinbera ver í heilbrigðisþjónustu og það sem varið er í heilbrigðismál í einkageiranum, en inni í tölunum eru þar af leiðandi útgjöld sjúklinga. Stærðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Pawel Bartoszek vekur athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og vill meina að rökstuðningur Kára fyrir því að fá fólk til að skrifa undir sé villandi. Í athugasemdum við færslu sína segir Pawel meðal annars: „Mér er bara mjög annt um tölur. Kári Stefánsson "blaðrar" líka um tölur. Sá mælikvarði sem hann leggur á útgjöld til heilbrigðistkerfisins er annar en sá sem fólk heldur sig vera kvitta upp á. Ég veit ekki hvort hann hefur misskilið eða notað þær tölur sem áttu ekki beint við en gerðu muninn dramatískari. Hvort sem er finnst mér fremur óvandað.“ „Ég skal svara því hvað mér gengur til. Fjörutíu þúsund manns hafa skrifað undir skjal. Ég játa það að ég er andvígur inntaki skjalsins, m.a. því ég er fyrirfram andvígur svona eyrnarmerkingum skattfjár. Ég leggst í vinnu við að baktékka þann rökstuðning sem Kári notar til að fá fólk til að skrifa undir skjalið. Kemst að því að hann er villandi. Segi frá því.“Kári Stefánsson heldur því fram í undirskriftarsöfnun sinni að meðaltal hinna norðurlanda sé 10% af VLF í heilbrigðismál. Hér eru tölur frá OECD. Hver er hans heimild?Posted by Pawel Bartoszek on Sunday, 24 January 2016
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47