Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2016 09:23 Frá aðgerðum BHM þegar félagið stóð í kjaradeilum við ríkið í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Laun til æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa, sem undir kjararáð heyra, hækka öll um minnst 7,15 prósent með ákvörðun ráðsins í júní.Eftir hækkunina er forseti Íslands með tæpar 2,5 milljónir króna í laun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð og eru ekki þjóðkjörnir. Mánaðarlaun Harðar eru rúmar 2 milljónir króna. Með nánast sömu laun er Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Þá kemur Már Guðmundsson, með ríflega 1,9 milljónir króna. Listi yfir fimmtán launahæstu embættismennina er á síðu 4 í Fréttablaðinu í dag og hlekkur á fréttina á Vísi.is hér að neðan.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLaun ráðuneytisstjóra og næstráðenda þeirra hækka sérstaklega um tugi prósenta með vísan í auknar kröfur í starfi. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, er nú með hærri laun en forsætisráðherra. Kjararáð vísar til þess að í ákvörðun gerðardóms í ágúst í fyrra um kjör aðildarfélaga BHM hafi verið ákvæði um 5,5 prósenta hækkun launa og 1,65 prósenta viðbótarhækkun um síðustu mánaðamót. Ráðinu beri að bregðast við verði verulegar breytingar „á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir þetta endurspegla að vond ákvörðun hafi verið að setja lög á kjaradeilu átján aðildarfélaga BHM og færa í gerðardóm. Kröfur um að menntun yrði metin til launa hafi verið málefnalegar og ríkið átt að geta samið við félagið. Aðrir á vinnumarkaði hafi gert niðurstöðu gerðardóms að sinni. „Þess vegna hefur niðurstaða baráttunnar sem BHM stóð fyrir á síðasta ári smurst yfir samfélagið. Það var aldrei tilgangur okkar,“ segir Þórunn sem kveðst ekki gera athugasemd við ákvörðun kjararáðs sem væntanlega starfi lögum samkvæmt. Fyrirkomulagið sé hins vegar gamaldags og mögulega sé kominn tími til að endurskoða það með einhverjum hætti, svo sem með tilliti til þess hversu margar stéttir heyri undir rðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Laun til æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa, sem undir kjararáð heyra, hækka öll um minnst 7,15 prósent með ákvörðun ráðsins í júní.Eftir hækkunina er forseti Íslands með tæpar 2,5 milljónir króna í laun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð og eru ekki þjóðkjörnir. Mánaðarlaun Harðar eru rúmar 2 milljónir króna. Með nánast sömu laun er Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Þá kemur Már Guðmundsson, með ríflega 1,9 milljónir króna. Listi yfir fimmtán launahæstu embættismennina er á síðu 4 í Fréttablaðinu í dag og hlekkur á fréttina á Vísi.is hér að neðan.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLaun ráðuneytisstjóra og næstráðenda þeirra hækka sérstaklega um tugi prósenta með vísan í auknar kröfur í starfi. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, er nú með hærri laun en forsætisráðherra. Kjararáð vísar til þess að í ákvörðun gerðardóms í ágúst í fyrra um kjör aðildarfélaga BHM hafi verið ákvæði um 5,5 prósenta hækkun launa og 1,65 prósenta viðbótarhækkun um síðustu mánaðamót. Ráðinu beri að bregðast við verði verulegar breytingar „á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir þetta endurspegla að vond ákvörðun hafi verið að setja lög á kjaradeilu átján aðildarfélaga BHM og færa í gerðardóm. Kröfur um að menntun yrði metin til launa hafi verið málefnalegar og ríkið átt að geta samið við félagið. Aðrir á vinnumarkaði hafi gert niðurstöðu gerðardóms að sinni. „Þess vegna hefur niðurstaða baráttunnar sem BHM stóð fyrir á síðasta ári smurst yfir samfélagið. Það var aldrei tilgangur okkar,“ segir Þórunn sem kveðst ekki gera athugasemd við ákvörðun kjararáðs sem væntanlega starfi lögum samkvæmt. Fyrirkomulagið sé hins vegar gamaldags og mögulega sé kominn tími til að endurskoða það með einhverjum hætti, svo sem með tilliti til þess hversu margar stéttir heyri undir rðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08
Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00