Missti af mikilvægum fundi því bókunin fannst ekki í kerfi WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 13:57 Brennda Mattos ætlaði til London með WOW air í morgun en hún gat ekki tékkað sig inn því bókunin hennar fannst ekki. vísir Brenndu Mattos brá heldur betur í brún snemma í morgun þegar hún ætlaði að tékka sig inn á Keflavíkurflugvelli í flug WOW air til London. Bókunin hennar fannst nefnilega ekki í kerfinu hjá flugfélaginu og var því ekki hægt að tékka hana inn. Hún segist enga aðstoð hafa fengið á flugvellinum. „Ég kom klukkan hálffimm í morgun á flugvöllinn og þegar ég var að tékka mig inn sagði konan á innritunarborðinu mér að bókunin mín fyndist ekki. Hún talaði við yfirmanninn sinn sem sagði það sama. Ég óskaði eftir aðstoð því ég var með bókunarnúmerið og hafði greitt fyrir flugmiðann en hún sagði mér að ég þyrfti að hafa samband við skrifstofu WOW air. Þjónustuverið hjá þeim myndi ekki opna fyrr en klukkan 8 reyndar svo það gæti enginn aðstoðað mig frekar,“ segir Brennda í samtali við Vísi sem er fædd í Brasilíu en hefur búið hér í hartnær 10 ár og er íslenskur ríkisborgari.Frá innritun á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAEngin peningaupphæð geti bætt fyrir óþægindin vegna málsins Vegna þess að hún missti af fluginu missti hún einnig af mikilvægum vinnufundi í London en Brennda starfar sem sölustjóri hjá hóteli í Reykjavík. Brennda gat hins vegar ekki gert annað í morgun en að bíða eftir því að þjónustuverið opnaði en hún tékkaði einnig á því hvort greiðslan fyrir flugmiðanum hefði ekki örugglega farið í gegn. Svo reyndist vera samkvæmt upplýsingum sem hún fékk hjá Netgíró og bankanum sínum en Brennda borgaði flugið í gegnum Netgíró. Þegar Brennda loks náði samband var henni tjáð af starfsmanni WOW að þetta væri allt hið undarlegasta mál og að hann þyrfti að ræða það við yfirmann sinn áður en hann gæti sagt til um hvað hefði gerst eða hvort flugfélagið gæti gert eitthvað fyrir hana. Í hádeginu heyrði Brennda svo frá WOW air. „Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna fyrir mig flug með Icelandair núna klukkan 16 en ég sagði þeim að ég myndi fara í mál við þá. Þetta var mjög óþægilegt og erfitt fyrir mig enda missti ég af mikilvægum fundi í hádeginu. Nú þarf ég að kanna hvort sá sem ég ætlaði að funda með getur hitt mig síðar í dag eða á morgun en sá aðili flaug líka sérstaklega til London fyrir fundinn,“ segir Brennda. Hún segist að sjálfsögðu þiggja flugið með WOW air og að hún hafi fengið flugmiðann sinn endurgreiddan. Engin peningaupphæð geti bætt upp fyrir óþægindin sem málið hafi valdið henni. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.mynd/WOWFlugfélaginu þykir málið mjög leiðinlegt „Þetta var þannig að bókunin hennar fannst ekki í kerfinu hjá okkur. Það er enn verið að skilja hvernig það gat gerst því þetta hefur ekki gerst áður en við höfum endurgreitt henni miðann og hún mun fljúga seinnipartinn til London,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við Vísi. Hún segir að flugfélaginu þyki þetta mjög leiðinlegt en enn sé ekki vitað hvað olli því að bókunin fannst ekki. „Við ákváðum hins vegar að klára þetta bara með farþeganum og koma henni strax til London.“ Aðspurð hvort ekki sé starfsmaður frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem geti aðstoðað farþega segir Svanhvít að svo sé. Þá sé þjónustuver flugfélagsins opið á morgnana frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Brenndu Mattos brá heldur betur í brún snemma í morgun þegar hún ætlaði að tékka sig inn á Keflavíkurflugvelli í flug WOW air til London. Bókunin hennar fannst nefnilega ekki í kerfinu hjá flugfélaginu og var því ekki hægt að tékka hana inn. Hún segist enga aðstoð hafa fengið á flugvellinum. „Ég kom klukkan hálffimm í morgun á flugvöllinn og þegar ég var að tékka mig inn sagði konan á innritunarborðinu mér að bókunin mín fyndist ekki. Hún talaði við yfirmanninn sinn sem sagði það sama. Ég óskaði eftir aðstoð því ég var með bókunarnúmerið og hafði greitt fyrir flugmiðann en hún sagði mér að ég þyrfti að hafa samband við skrifstofu WOW air. Þjónustuverið hjá þeim myndi ekki opna fyrr en klukkan 8 reyndar svo það gæti enginn aðstoðað mig frekar,“ segir Brennda í samtali við Vísi sem er fædd í Brasilíu en hefur búið hér í hartnær 10 ár og er íslenskur ríkisborgari.Frá innritun á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAEngin peningaupphæð geti bætt fyrir óþægindin vegna málsins Vegna þess að hún missti af fluginu missti hún einnig af mikilvægum vinnufundi í London en Brennda starfar sem sölustjóri hjá hóteli í Reykjavík. Brennda gat hins vegar ekki gert annað í morgun en að bíða eftir því að þjónustuverið opnaði en hún tékkaði einnig á því hvort greiðslan fyrir flugmiðanum hefði ekki örugglega farið í gegn. Svo reyndist vera samkvæmt upplýsingum sem hún fékk hjá Netgíró og bankanum sínum en Brennda borgaði flugið í gegnum Netgíró. Þegar Brennda loks náði samband var henni tjáð af starfsmanni WOW að þetta væri allt hið undarlegasta mál og að hann þyrfti að ræða það við yfirmann sinn áður en hann gæti sagt til um hvað hefði gerst eða hvort flugfélagið gæti gert eitthvað fyrir hana. Í hádeginu heyrði Brennda svo frá WOW air. „Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna fyrir mig flug með Icelandair núna klukkan 16 en ég sagði þeim að ég myndi fara í mál við þá. Þetta var mjög óþægilegt og erfitt fyrir mig enda missti ég af mikilvægum fundi í hádeginu. Nú þarf ég að kanna hvort sá sem ég ætlaði að funda með getur hitt mig síðar í dag eða á morgun en sá aðili flaug líka sérstaklega til London fyrir fundinn,“ segir Brennda. Hún segist að sjálfsögðu þiggja flugið með WOW air og að hún hafi fengið flugmiðann sinn endurgreiddan. Engin peningaupphæð geti bætt upp fyrir óþægindin sem málið hafi valdið henni. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.mynd/WOWFlugfélaginu þykir málið mjög leiðinlegt „Þetta var þannig að bókunin hennar fannst ekki í kerfinu hjá okkur. Það er enn verið að skilja hvernig það gat gerst því þetta hefur ekki gerst áður en við höfum endurgreitt henni miðann og hún mun fljúga seinnipartinn til London,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við Vísi. Hún segir að flugfélaginu þyki þetta mjög leiðinlegt en enn sé ekki vitað hvað olli því að bókunin fannst ekki. „Við ákváðum hins vegar að klára þetta bara með farþeganum og koma henni strax til London.“ Aðspurð hvort ekki sé starfsmaður frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem geti aðstoðað farþega segir Svanhvít að svo sé. Þá sé þjónustuver flugfélagsins opið á morgnana frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira