Falleg hátíð fyrir fallegt fólk Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2016 09:00 Nóg var um að vera þegar ljósmyndara bar að garði. Innipúkatorgið var allt að smella saman í gær og nóg verður um dýrðir þar í dag og kvöld. Vísir/Eyþór „Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23
Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00