Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Mynd/Anton Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira