Alda Hrönn á fullum launum á meðan rannsókn stendur yfir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2016 13:58 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi. Þetta kemur fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Þar segir að þetta sé „í samræmi við framkvæmd um almenna ríkisstarfsmenn í viðlíka stöðu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.“ Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Alda Hrönn hefði stigið til hliðar sem aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar setts héraðssaksóknara. Alda Hrönn hefur stöðu sakbornings í málinu sem snýst um ásakanir á hendur henni vegna LÖKE-málsins svokallaða. Er Alda Hrönn sökuð um að hafa misbeitt valdi sínu við rannsókn á því máli.Kærðu Öldu Hrönn meðal annars fyrir rangar sakargiftir Tveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Ekki embættismaður heldur almennur ríkisstarfsmaður Í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar kemur fram að fjarvera Öldu Hrannar frá störfum markist af rannsókn setts héraðssaksóknara og að öðrum starfsmönnum hjá LRH hafi verið falin þau verkefni sem um ræðir eftir því sem tök eru á. Þá segir jafnframt í svarinu varðandi stöðu Öldu Hrannar hjá lögreglunni: „Vert er að nefna að hjá lögregluembættum landsins starfa bæði almennir ríkisstarfsmenn og embættismenn. Starfsmaðurinn sem fyrirspurnin snýr að er almennur ríkisstarfsmaður. Ef embættismanni er hins vegar veitt lausn um stundarsakir, þá er lagaheimild í starfsmannalögum ríkisins að víkja viðkomandi frá störfum tímabundið á hálfum launum.“Formaður Landssambands lögreglumanna sagði um mismunun að ræða Árið 2014 gagnrýndi Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna það að Gísli Freyr Valdórsson skyldi halda fullum launum þar til dómsmáli gegn honum vegna lekamálsins svokallaða myndi ljúka. Gísli Freyr var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra en hann játaði að hafa lekið minnisblaði um nafngreindan hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr var dæmdur vegna málsins og þá sagði Hanna Birna af sér ráðherraembætti.Í umfjöllun Fréttablaðsins um launamál Gísla Freys sagði Snorri vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi. „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ sagði Snorri á sínum tíma í viðtali við Fréttablaðið. Tengdar fréttir Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. ágúst 2016 10:57 Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. 17. október 2016 17:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi. Þetta kemur fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Þar segir að þetta sé „í samræmi við framkvæmd um almenna ríkisstarfsmenn í viðlíka stöðu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.“ Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Alda Hrönn hefði stigið til hliðar sem aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar setts héraðssaksóknara. Alda Hrönn hefur stöðu sakbornings í málinu sem snýst um ásakanir á hendur henni vegna LÖKE-málsins svokallaða. Er Alda Hrönn sökuð um að hafa misbeitt valdi sínu við rannsókn á því máli.Kærðu Öldu Hrönn meðal annars fyrir rangar sakargiftir Tveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Ekki embættismaður heldur almennur ríkisstarfsmaður Í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar kemur fram að fjarvera Öldu Hrannar frá störfum markist af rannsókn setts héraðssaksóknara og að öðrum starfsmönnum hjá LRH hafi verið falin þau verkefni sem um ræðir eftir því sem tök eru á. Þá segir jafnframt í svarinu varðandi stöðu Öldu Hrannar hjá lögreglunni: „Vert er að nefna að hjá lögregluembættum landsins starfa bæði almennir ríkisstarfsmenn og embættismenn. Starfsmaðurinn sem fyrirspurnin snýr að er almennur ríkisstarfsmaður. Ef embættismanni er hins vegar veitt lausn um stundarsakir, þá er lagaheimild í starfsmannalögum ríkisins að víkja viðkomandi frá störfum tímabundið á hálfum launum.“Formaður Landssambands lögreglumanna sagði um mismunun að ræða Árið 2014 gagnrýndi Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna það að Gísli Freyr Valdórsson skyldi halda fullum launum þar til dómsmáli gegn honum vegna lekamálsins svokallaða myndi ljúka. Gísli Freyr var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra en hann játaði að hafa lekið minnisblaði um nafngreindan hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr var dæmdur vegna málsins og þá sagði Hanna Birna af sér ráðherraembætti.Í umfjöllun Fréttablaðsins um launamál Gísla Freys sagði Snorri vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi. „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ sagði Snorri á sínum tíma í viðtali við Fréttablaðið.
Tengdar fréttir Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. ágúst 2016 10:57 Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. 17. október 2016 17:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. ágúst 2016 10:57
Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. 17. október 2016 17:20