Sjúkraflug mögulegt hefði neyðarbrautin verið opin: „Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 17:17 Neyðarbrautinni var lokað í sumar. mynd/vísir Reykjavíkurflugvöllur er nú lokaður vegna veðurs, en mjög hvöss suðvestan átt er í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir að í slíkri færð væri hægt að lenda á svokallaðri neyðarbraut, en henni var lokað fyrr á þessu ári. Hann segir ábyrgð borgarstjóra mikla ef ekki sé hægt að fljúga sjúkraflugvélum til Reykjavíkur vegna þessa. „Suðvestur – norðaustur liggur þessi braut sem er lokuð. Núna er mjög hvöss suðvestanátt í Reykjavík. Það er ekkert mál að lenda í Reykjavík á þessari braut. En það er ekki hægt að lenda á hinum brautunum. Þannig að núna er flugfélagið búið að aflýsa og núna er Reykjavíkurflugvöllur lokaður og hann er líka lokaður fyrir sjúkraflug,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við Vísi. „Þetta var nákvæmlega það sem við sögðum þegar þeir lokuðu neyðarbrautinni. Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu. Þetta er læknisfræðimenntaður maður. Þið kusuð þennan mann yfir ykkur sem borgarstjóra og þið berið þar af leiðandi ábyrgð á þessu líka. Það mun gerast einhvern tíman að það hefur afleiðingar, ekki verði hægt að koma sjúklingi utan af landi undir læknishendur í Reykjavík. Það er bara svoleiðis.“Ábyrgð borgaryfirvalda mikil Leifur segir að ef til þess komi að sjúkraflug komist ekki til Reykjavíkur vegna slíkra aðstæðna sé ábyrgð borgaryfirvalda orðin ansi mikil. „Þetta höfum við allan tímann sagt og það mun einhvern tíman gerast. Ég er ekki að segja að þetta gerist í dag og vonandi gerist þetta ekki í vetur og vonandi gerist þetta aldrei, en það er nánast alveg öruggt að þetta mun einhvern tímann gerast, það er bara svoleiðis. Og þá er ábyrgð þessara manna sem bera mesta ábyrgð á þessu, þá er hún orðin ansi mikil.“ Leifur segir það reyna á getumörk vélanna að taka á loft í svo miklum hliðarvindi og það skerði öryggi í sjúkraflugi sem og áætlunarflugi. „Það er ekki nóg með það að þetta muni valda einhvern tíman alvarleika, heldur er öryggi skert. Vegna þess að vera að lenda við svona mikinn hliðarvind við getumörk vélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Og þetta á ekki bara við um sjúkraflugvélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Það og þetta á ekki bara við um sjúkravélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Að vera að lenda og taka á loft við getumörk flugvélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Menn geta skrifað endalausar greinar og haldið ræður og hvaðeina, en í þessu máli liggja bara ákveðnar staðreyndir fyrir. Það er bara svoleiðis hvað sem hver segir.“ Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur er nú lokaður vegna veðurs, en mjög hvöss suðvestan átt er í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir að í slíkri færð væri hægt að lenda á svokallaðri neyðarbraut, en henni var lokað fyrr á þessu ári. Hann segir ábyrgð borgarstjóra mikla ef ekki sé hægt að fljúga sjúkraflugvélum til Reykjavíkur vegna þessa. „Suðvestur – norðaustur liggur þessi braut sem er lokuð. Núna er mjög hvöss suðvestanátt í Reykjavík. Það er ekkert mál að lenda í Reykjavík á þessari braut. En það er ekki hægt að lenda á hinum brautunum. Þannig að núna er flugfélagið búið að aflýsa og núna er Reykjavíkurflugvöllur lokaður og hann er líka lokaður fyrir sjúkraflug,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við Vísi. „Þetta var nákvæmlega það sem við sögðum þegar þeir lokuðu neyðarbrautinni. Dagur B. Eggertsson ber manna mesta ábyrgð á þessu. Þetta er læknisfræðimenntaður maður. Þið kusuð þennan mann yfir ykkur sem borgarstjóra og þið berið þar af leiðandi ábyrgð á þessu líka. Það mun gerast einhvern tíman að það hefur afleiðingar, ekki verði hægt að koma sjúklingi utan af landi undir læknishendur í Reykjavík. Það er bara svoleiðis.“Ábyrgð borgaryfirvalda mikil Leifur segir að ef til þess komi að sjúkraflug komist ekki til Reykjavíkur vegna slíkra aðstæðna sé ábyrgð borgaryfirvalda orðin ansi mikil. „Þetta höfum við allan tímann sagt og það mun einhvern tíman gerast. Ég er ekki að segja að þetta gerist í dag og vonandi gerist þetta ekki í vetur og vonandi gerist þetta aldrei, en það er nánast alveg öruggt að þetta mun einhvern tímann gerast, það er bara svoleiðis. Og þá er ábyrgð þessara manna sem bera mesta ábyrgð á þessu, þá er hún orðin ansi mikil.“ Leifur segir það reyna á getumörk vélanna að taka á loft í svo miklum hliðarvindi og það skerði öryggi í sjúkraflugi sem og áætlunarflugi. „Það er ekki nóg með það að þetta muni valda einhvern tíman alvarleika, heldur er öryggi skert. Vegna þess að vera að lenda við svona mikinn hliðarvind við getumörk vélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Og þetta á ekki bara við um sjúkraflugvélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Það og þetta á ekki bara við um sjúkravélarnar, þetta á við um áætlunarflugið líka. Að vera að lenda og taka á loft við getumörk flugvélanna, það er bara minna öryggi heldur en ef brautin stefnir beint upp í vindinn. Menn geta skrifað endalausar greinar og haldið ræður og hvaðeina, en í þessu máli liggja bara ákveðnar staðreyndir fyrir. Það er bara svoleiðis hvað sem hver segir.“
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira