Ég er expressionisti, vinn hratt og nota liti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2016 09:15 "Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar. Þá fá þær öðruvísi líf en í stúdíóinu,“ segir Sævar Karl sem hér er í vinnustofu sinni. Vísir/Anton Brink „Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar. Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar.
Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“