Skjálfti meðal rithöfunda Forlagsins: Vigdís miður sín yfir kápustuldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 18:19 Líkindi kápunnar og veggspjaldsins eru óumdeilanleg. Vísir Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir segist „meira en döpur“ vegna kápunnar á bók sinni Elsku drauma mín. Í Fréttablaðinu í gær birtist umfjöllun um bestu og verstu bókakápurnar í jólabókaflóðinu. Glöggur álitsgjafi blaðsins benti á að kápan á bók Vigdísar er nánast alveg eins og veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville í tengslum við plötuna Operating. Jón Ásgeir Hreinsson er titlaður sem hönnuður kápunnar. Líkindi kápunnar og veggspjaldsins eru óumdeilanleg, en elsku Drauma mín er minnigabók Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness. Vigdís Grímsdóttir segir stuldinn vera kjaftshögg og spyr á facebook síðu sinni "Hvernig geta menn vogað sér að vinna svona?“ Hún segir jafnframt að hún hafi eingöngu heyrt góða hluti um Jón Ásgeir og segist hafa verið yfir sig glöð þegar hún vissi að hann ætlaði að hanna kápuna.Aðeins góð reynsla af hönnuðinum Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er einn þeirra sem leggur orð í belg við stöðuuppfærslu Vigdísar. Hann segir slík vinnubrögð ekki dæmigerð fyrir vinnubrögð við kápugerð og segist sjálfur hafa afar góða reynslu af samstarfi við Jón Ásgeir. „Þetta er ekki dæmigert fyrir vinnubrögð við kápugerð í bókabransanum, fjarri því. Kápugerðarfólk leggur mikla alúð í verk sitt eins og sést til að mynda á þeim kápum sem tilgreindar eru í þessari umfjöllun Fréttablaðsins. Sjálfur hef ég reynslu af því að vinna með þessum tiltekna hönnuði, sem lét þessi ósköp henda sig, og hef afar góða reynslu af honum; til dæmis gerði hann kápurnar á tvær síðustu skáldsögur mínar - og ég fylgdist með því hvernig hann vann þær frá grunni og sá efniviðinn - þær voru hvor annarri fallegri og frumlegri.“Sármóðguð fyrir hönd Vigdísar og móður sinnar Auður Jónsdóttir, dóttir Sigríðar hefur einnig tjáð sig um kápuna á Facebook og segir bókina vera rænda sérstöðu sinni. Það sé „glæpur gagnvart höfundi“. Hún segist sármóðguð fyrir hönd bæði Vígdísar og Sigríðar móður sinnar og fer fram á afsökunarbeiðni. Jón Ásgeir Hreinsson vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins og vísaði í svar sitt á vef RÚV þar sem hann segir: „Þarna áttu sér stað mistök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á,“ Tengdar fréttir Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. 17. desember 2016 11:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir segist „meira en döpur“ vegna kápunnar á bók sinni Elsku drauma mín. Í Fréttablaðinu í gær birtist umfjöllun um bestu og verstu bókakápurnar í jólabókaflóðinu. Glöggur álitsgjafi blaðsins benti á að kápan á bók Vigdísar er nánast alveg eins og veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville í tengslum við plötuna Operating. Jón Ásgeir Hreinsson er titlaður sem hönnuður kápunnar. Líkindi kápunnar og veggspjaldsins eru óumdeilanleg, en elsku Drauma mín er minnigabók Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness. Vigdís Grímsdóttir segir stuldinn vera kjaftshögg og spyr á facebook síðu sinni "Hvernig geta menn vogað sér að vinna svona?“ Hún segir jafnframt að hún hafi eingöngu heyrt góða hluti um Jón Ásgeir og segist hafa verið yfir sig glöð þegar hún vissi að hann ætlaði að hanna kápuna.Aðeins góð reynsla af hönnuðinum Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er einn þeirra sem leggur orð í belg við stöðuuppfærslu Vigdísar. Hann segir slík vinnubrögð ekki dæmigerð fyrir vinnubrögð við kápugerð og segist sjálfur hafa afar góða reynslu af samstarfi við Jón Ásgeir. „Þetta er ekki dæmigert fyrir vinnubrögð við kápugerð í bókabransanum, fjarri því. Kápugerðarfólk leggur mikla alúð í verk sitt eins og sést til að mynda á þeim kápum sem tilgreindar eru í þessari umfjöllun Fréttablaðsins. Sjálfur hef ég reynslu af því að vinna með þessum tiltekna hönnuði, sem lét þessi ósköp henda sig, og hef afar góða reynslu af honum; til dæmis gerði hann kápurnar á tvær síðustu skáldsögur mínar - og ég fylgdist með því hvernig hann vann þær frá grunni og sá efniviðinn - þær voru hvor annarri fallegri og frumlegri.“Sármóðguð fyrir hönd Vigdísar og móður sinnar Auður Jónsdóttir, dóttir Sigríðar hefur einnig tjáð sig um kápuna á Facebook og segir bókina vera rænda sérstöðu sinni. Það sé „glæpur gagnvart höfundi“. Hún segist sármóðguð fyrir hönd bæði Vígdísar og Sigríðar móður sinnar og fer fram á afsökunarbeiðni. Jón Ásgeir Hreinsson vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins og vísaði í svar sitt á vef RÚV þar sem hann segir: „Þarna áttu sér stað mistök af minni hálfu, sem ég harma og biðst afsökunar á,“
Tengdar fréttir Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. 17. desember 2016 11:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. 17. desember 2016 11:00