Fjárfesta fyrir tuttugu milljarða Snærós Sindradóttir skrifar 18. maí 2016 07:00 Sjálfvirkni við farangur hefur aukist mjög og töskufæribönd verða lengd. Það er liður í aukinni skilvirkni. vísir/GVA Hefja á framkvæmdir fyrir tuttugu milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár. Framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í stjórn Isavia og bætast fyrirhuguð mannvirki við þá aðstöðu sem tekin hefur verið í notkun frá því í fyrrasumar og kostaði um tíu milljarða króna. Samtals hefur stjórn Isavia samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Framkvæmdirnar nema um 1 prósenti af vergri landsframleiðslu, sé miðað við spá Seðlabanka Íslands fyrir árið 2016. Til samanburðar má nefna að ríkisstjórnin hefur sett 2,5 milljarða króna í uppbyggingu ferðamannastaða frá árinu 2013 með framlagi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Uppbygging ríkisins er sem sagt ríflega tólf prósent af þeirri upphæð sem Isavia hyggst verja í framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Það var gerð farþegaspá árið 2014. Sú farþegaspá hefur greinilega verið mikið vanmat því við erum að enda í svipaðri tölu í ár og við spáðum árið 2020,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia. „Þess vegna erum við að ráðast í þessar fjárfestingar töluvert hraðar en áætlað var. Allt passar þetta samt inn í þróunarskipulag Keflavíkurflugvallar.“ Hlynur segir að eftir framkvæmdirnar í ár verði Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar, og taki til dæmis fram úr flugvellinum í Gautaborg. Eftir standi flugvellir höfuðborganna; Kaupmannahafnar, Óslóar, Helsinki og Stokkhólms. „Það sem farþeginn mun taka sérstaklega eftir er að við erum búin að fjárfesta í sjálfvirknivæðingu fyrir samtals 500 milljónir. Fleiri flugfélög fara í sjálfinnritunarstöðvar svo traffíkin gengur mun hraðar,“ segir Hlynur. Jafnframt muni fleiri flugfélög taka upp fyrirkomulag þar sem farþegar skila sjálfir farangri til innritunar án aðstoðar starfsmanns.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia.„Í fyrra var mjög þröngt í komusalnum. Við stækkuðum þann sal um 800 fermetra. Sömuleiðis þurftum við að lengja töskuböndin og erum að fara að stækka töskusalinn um aðra 800 fermetra. Á verslunarsvæðinu vorum við ekki búin að koma fyrir nægilegum fjölda sæta. Þó að það verði þröngt setið munum við koma upp 200 fleiri sætum,“ segir Hlynur. Þrátt fyrir þetta mun Isavia lengja innritunartímann og hvetja farþega til að mæta fyrr á völlinn. „Farþegar hafa vanið sig í mörg ár á að koma tveimur tímum fyrr. Við viljum að innritun sé alltaf opin tveimur og hálfum tíma fyrr svo menn séu ekki að lenda í vandræðum ef það eru stórir dagar.“ Hlynur segir Isavia öruggt um að farþegum muni áfram fjölga um flugvöllinn á næstu tveimur árum. Fyrirtækið fari ekki á hausinn þótt ýtrustu spár bregðist. „Þessar fjárfestingar eru til langs tíma. Þó það komi dýfa þá mun sú fjárfesting nýtast. Þróunarskipulagið er sett þannig upp næstu 5 til 25 ár að við munum gera þetta í þeim áföngum sem Isavia ræður við.“ Isavia kynnir áform sín á morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hefja á framkvæmdir fyrir tuttugu milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár. Framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í stjórn Isavia og bætast fyrirhuguð mannvirki við þá aðstöðu sem tekin hefur verið í notkun frá því í fyrrasumar og kostaði um tíu milljarða króna. Samtals hefur stjórn Isavia samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Framkvæmdirnar nema um 1 prósenti af vergri landsframleiðslu, sé miðað við spá Seðlabanka Íslands fyrir árið 2016. Til samanburðar má nefna að ríkisstjórnin hefur sett 2,5 milljarða króna í uppbyggingu ferðamannastaða frá árinu 2013 með framlagi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Uppbygging ríkisins er sem sagt ríflega tólf prósent af þeirri upphæð sem Isavia hyggst verja í framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Það var gerð farþegaspá árið 2014. Sú farþegaspá hefur greinilega verið mikið vanmat því við erum að enda í svipaðri tölu í ár og við spáðum árið 2020,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia. „Þess vegna erum við að ráðast í þessar fjárfestingar töluvert hraðar en áætlað var. Allt passar þetta samt inn í þróunarskipulag Keflavíkurflugvallar.“ Hlynur segir að eftir framkvæmdirnar í ár verði Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar, og taki til dæmis fram úr flugvellinum í Gautaborg. Eftir standi flugvellir höfuðborganna; Kaupmannahafnar, Óslóar, Helsinki og Stokkhólms. „Það sem farþeginn mun taka sérstaklega eftir er að við erum búin að fjárfesta í sjálfvirknivæðingu fyrir samtals 500 milljónir. Fleiri flugfélög fara í sjálfinnritunarstöðvar svo traffíkin gengur mun hraðar,“ segir Hlynur. Jafnframt muni fleiri flugfélög taka upp fyrirkomulag þar sem farþegar skila sjálfir farangri til innritunar án aðstoðar starfsmanns.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia.„Í fyrra var mjög þröngt í komusalnum. Við stækkuðum þann sal um 800 fermetra. Sömuleiðis þurftum við að lengja töskuböndin og erum að fara að stækka töskusalinn um aðra 800 fermetra. Á verslunarsvæðinu vorum við ekki búin að koma fyrir nægilegum fjölda sæta. Þó að það verði þröngt setið munum við koma upp 200 fleiri sætum,“ segir Hlynur. Þrátt fyrir þetta mun Isavia lengja innritunartímann og hvetja farþega til að mæta fyrr á völlinn. „Farþegar hafa vanið sig í mörg ár á að koma tveimur tímum fyrr. Við viljum að innritun sé alltaf opin tveimur og hálfum tíma fyrr svo menn séu ekki að lenda í vandræðum ef það eru stórir dagar.“ Hlynur segir Isavia öruggt um að farþegum muni áfram fjölga um flugvöllinn á næstu tveimur árum. Fyrirtækið fari ekki á hausinn þótt ýtrustu spár bregðist. „Þessar fjárfestingar eru til langs tíma. Þó það komi dýfa þá mun sú fjárfesting nýtast. Þróunarskipulagið er sett þannig upp næstu 5 til 25 ár að við munum gera þetta í þeim áföngum sem Isavia ræður við.“ Isavia kynnir áform sín á morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira