Nauðsynlegt að styðja betur við fólk á leigumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 20. janúar 2016 18:45 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrsla UNICEF um börn sem líða efnislegan skort sýni fram á nauðsyn þess að styðja betur við fólk á leigumarkaði. Mesti skortur meðal barna á Íslandi mælist á sviði húsnæðis samkvæmt skýrslu UNICEF eða um 13,4 prósent. Meðal annars var spurt um þröngbýli, aðgengi að salerni og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrslan sýni fram á nauðsyn þess að bregðast sem fyrst við þessum vanda. „Mér finnst líka mjög áhugavert og mjög mikilvægt og styður við þá vinnu sem við höfum verið að vinna í ráðuneytinu að helsta ástæða skorts hjá börnum á Íslandi eru húsnæðismál foreldra þeirra. Það er fyllilega í samræmi við þær upplýsingar sem við höfðum og er ástæða þess að við leggjum jafn mikla áherslu á húsnæðismálin í velferðarráðuneytinu. Síðan er annar stærsti þátturinn sem við höfum séð líka í öðrum könnunum snýr að tómstundum og frístundum barnanna. En jákvæða niðurstaðan er að það er greinilegt að foreldrar eru að forgangsraða þannig að það eru færri börn sem líða skort hvað varðar mat þannig að forgangsröðunin hefur greinilega farið þangað,“ segir Eygló. Ráðherra hefur þegar lagt fram fjögur frumvörp á Alþingi sem snúa að húsnæðismarkaðinum en þeim er meðal annars ætlað að styrkja stöðu leigjenda. „Þessi skýrsla endurspeglar kreppuárin. Það var farið hér í mikinn niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Það tekur tíma að snúa því við. Það er greinilegt að staða barna er mjög tengd atvinnu- og húsnæðisstöðu foreldra. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið og þar af leiðandi er staðan að batna. En við vitum það að staðan er ennþá erfið og ekki hvað síst á leigumarkaðinum," segir Eygló. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrsla UNICEF um börn sem líða efnislegan skort sýni fram á nauðsyn þess að styðja betur við fólk á leigumarkaði. Mesti skortur meðal barna á Íslandi mælist á sviði húsnæðis samkvæmt skýrslu UNICEF eða um 13,4 prósent. Meðal annars var spurt um þröngbýli, aðgengi að salerni og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrslan sýni fram á nauðsyn þess að bregðast sem fyrst við þessum vanda. „Mér finnst líka mjög áhugavert og mjög mikilvægt og styður við þá vinnu sem við höfum verið að vinna í ráðuneytinu að helsta ástæða skorts hjá börnum á Íslandi eru húsnæðismál foreldra þeirra. Það er fyllilega í samræmi við þær upplýsingar sem við höfðum og er ástæða þess að við leggjum jafn mikla áherslu á húsnæðismálin í velferðarráðuneytinu. Síðan er annar stærsti þátturinn sem við höfum séð líka í öðrum könnunum snýr að tómstundum og frístundum barnanna. En jákvæða niðurstaðan er að það er greinilegt að foreldrar eru að forgangsraða þannig að það eru færri börn sem líða skort hvað varðar mat þannig að forgangsröðunin hefur greinilega farið þangað,“ segir Eygló. Ráðherra hefur þegar lagt fram fjögur frumvörp á Alþingi sem snúa að húsnæðismarkaðinum en þeim er meðal annars ætlað að styrkja stöðu leigjenda. „Þessi skýrsla endurspeglar kreppuárin. Það var farið hér í mikinn niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Það tekur tíma að snúa því við. Það er greinilegt að staða barna er mjög tengd atvinnu- og húsnæðisstöðu foreldra. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið og þar af leiðandi er staðan að batna. En við vitum það að staðan er ennþá erfið og ekki hvað síst á leigumarkaðinum," segir Eygló.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira