Lífið

Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Sandra Kim mætir til Íslands í febrúar.
Sandra Kim mætir til Íslands í febrúar. Vísir/YouTube
Sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1986 mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Laugardalshöll í febrúar. Greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins en þetta er engin önnur en belgíska söngkonan Sandra Kim sem sigraði með laginu J'aime la vie, eða Ég elska lífið.

Sandra var á fjórtánda ári þegar hún sló í gegn í keppninni árið 1986, og þar af leiðandi yngsti sigurvegari Eurovision. Ólíklegt er að þetta met verði slegið því reglum keppninnar var breytt síðar á þann veg að keppendur verða að hafa náð 16 ára aldri.

Sandra er 43 ára í dag og hefur gefið út sex plötur á ferli sínu, nú síðast popp-rokk plötuna Make Up árið 2011. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×