Vilja reisa háa öryggisgirðingu og risafánastöng á nýrri lóð bandaríska sendiráðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2016 20:56 Svona líta fyrirhugaðar breytingar á lóðinni við Engjateig 7 út. Mynd/Skjáskot Bandaríska sendiráðið hér á landi vill fá að reisa átján metra háa fánastöng og allt að 4,5 metra háa öryggisgirðingu í kringum lóð Engjateigs 7 en þangað stendur til að flytja starfsemi sendiráðsins.Húsið við Engjateig 7 hýsti áður höfuðstöðvar verktakafyrirtækisins Ístak en hefur staðið autt í nokkurn tíma. Árið 2014 undirrituðu forsvarsmenn bandaríska sendiráðsins og Ístak kaupsamning á húsinu og lóð þess við Engjateig. Ljóst er að gera þarf nokkrar breytingar á lóðinni og húsnæðinu áður en að hægt er að flytja starfsemi sendiráðsins frá núverandi staðsetningu á Laufásvegi.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið flytur: „Þau hafa verið ágætir nágrannar“Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig sem nú liggur frammi og hægt er að gera athugasemdir við kemur fram að aðkomu inn á lóðina verði breytt auk þess sem veitt er heimild til þess að reisa einnar hæðar hliðhús við aðkomuna að lóðinni. Gert er ráð fyrir að þriggja metra há öryggisgirðing verði reist í kringum lóðina en leyfileg hámarkshæð hennar verður 4,5 metrar. Tekið er fram að verði starfsemi hætt eða breytt þurfi lóðarhafi að fjarlægja öryggisgirðinguna á eigin kostnað. Þá vill sendiráðið einnig fá að reisa átjan metra háa fánastöng. Bílastæðum verður fækkað úr 57 í 12 auk þess sem leyfilegt verður að að nota niðurgrafin rými í kjallara sem áður var nýtt sem bílakjallari fyrir stigahús, tæknirými, sorprými eða geymslur.Sjá má tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig hér. Tengdar fréttir Varnargirðing fyrir utan bandaríska sendiráðið Lögreglan hefur sett upp varnargirðingu fyrir utan bandaríska sendiráðið en yfir fimmtán hundruð manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráðið sem hefjast núna klukkan fimm. Það er félagið Ísland-Palestína sem stendur fyrir mótmælafundinum. 19. nóvember 2012 16:47 Bandaríska sendiráðið flytur: „Þau hafa verið ágætir nágrannar“ Erlingur Gíslason leikari kippir sér lítið upp við það þó hann telji sendiráðsmenn hlera heimili sitt. 16. júlí 2014 15:11 Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35 Bandaríska sendiráðið hyggst spreyta sig aftur á íslenskunni Lýst er eftir snúnum, íslenskum orðasamböndum sem starfsmenn geta æft sig á. 22. nóvember 2014 16:50 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Bandaríska sendiráðið hér á landi vill fá að reisa átján metra háa fánastöng og allt að 4,5 metra háa öryggisgirðingu í kringum lóð Engjateigs 7 en þangað stendur til að flytja starfsemi sendiráðsins.Húsið við Engjateig 7 hýsti áður höfuðstöðvar verktakafyrirtækisins Ístak en hefur staðið autt í nokkurn tíma. Árið 2014 undirrituðu forsvarsmenn bandaríska sendiráðsins og Ístak kaupsamning á húsinu og lóð þess við Engjateig. Ljóst er að gera þarf nokkrar breytingar á lóðinni og húsnæðinu áður en að hægt er að flytja starfsemi sendiráðsins frá núverandi staðsetningu á Laufásvegi.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið flytur: „Þau hafa verið ágætir nágrannar“Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig sem nú liggur frammi og hægt er að gera athugasemdir við kemur fram að aðkomu inn á lóðina verði breytt auk þess sem veitt er heimild til þess að reisa einnar hæðar hliðhús við aðkomuna að lóðinni. Gert er ráð fyrir að þriggja metra há öryggisgirðing verði reist í kringum lóðina en leyfileg hámarkshæð hennar verður 4,5 metrar. Tekið er fram að verði starfsemi hætt eða breytt þurfi lóðarhafi að fjarlægja öryggisgirðinguna á eigin kostnað. Þá vill sendiráðið einnig fá að reisa átjan metra háa fánastöng. Bílastæðum verður fækkað úr 57 í 12 auk þess sem leyfilegt verður að að nota niðurgrafin rými í kjallara sem áður var nýtt sem bílakjallari fyrir stigahús, tæknirými, sorprými eða geymslur.Sjá má tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig hér.
Tengdar fréttir Varnargirðing fyrir utan bandaríska sendiráðið Lögreglan hefur sett upp varnargirðingu fyrir utan bandaríska sendiráðið en yfir fimmtán hundruð manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráðið sem hefjast núna klukkan fimm. Það er félagið Ísland-Palestína sem stendur fyrir mótmælafundinum. 19. nóvember 2012 16:47 Bandaríska sendiráðið flytur: „Þau hafa verið ágætir nágrannar“ Erlingur Gíslason leikari kippir sér lítið upp við það þó hann telji sendiráðsmenn hlera heimili sitt. 16. júlí 2014 15:11 Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35 Bandaríska sendiráðið hyggst spreyta sig aftur á íslenskunni Lýst er eftir snúnum, íslenskum orðasamböndum sem starfsmenn geta æft sig á. 22. nóvember 2014 16:50 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Varnargirðing fyrir utan bandaríska sendiráðið Lögreglan hefur sett upp varnargirðingu fyrir utan bandaríska sendiráðið en yfir fimmtán hundruð manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráðið sem hefjast núna klukkan fimm. Það er félagið Ísland-Palestína sem stendur fyrir mótmælafundinum. 19. nóvember 2012 16:47
Bandaríska sendiráðið flytur: „Þau hafa verið ágætir nágrannar“ Erlingur Gíslason leikari kippir sér lítið upp við það þó hann telji sendiráðsmenn hlera heimili sitt. 16. júlí 2014 15:11
Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35
Bandaríska sendiráðið hyggst spreyta sig aftur á íslenskunni Lýst er eftir snúnum, íslenskum orðasamböndum sem starfsmenn geta æft sig á. 22. nóvember 2014 16:50