Bandaríska sendiráðið flytur: „Þau hafa verið ágætir nágrannar“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. júlí 2014 15:11 Erlingur segir starfsmenn sendráðsins góða nágranna. Vísir/Vilhelm/Stefán „Við hjónin höfum átt ágætt samband við þá þarna hinum megin,“ segir Erlingur Gíslason leikari. „Þeir eru, eins og Ameríkanar eru alltaf, alveg óskaplega góðir nágrannar.“ Erlingur býr við Laufásveg, þaðan sem bandaríska sendiráðið á Íslandi hyggst flytja á brott á næstunni. Hann segir sambúðina hafa að mestu leyti gengið vel, en Erlingur var meðal þeirra sem lýstu yfir óánægju sinni þegar steinkerum var komið fyrir fyrir framan sendiráðið í öryggisskyni árið 2004. „Þau hafa verið ágætir nágrannar, nema þegar þeim datt í hug að setja steinkerin við götuna,“ segir Erlingur. „Það er nú það eina sem hefur pirrað mig við þá.“ Einnig hefur komið fram að Erlingur telur Bandaríkjamenn hafa hlerað heimili hans en hann tekur það þó ekki mjög nærri sér. „Þeir væru ekki í vinnunni sinni ef þeir hleruðu ekki allstaðar,“ segir hann. „Og þetta samtal okkar fer áreiðanlega inn á band hjá þeim og ég bara vorkenni þeim sem þarf að hlusta á þetta. En ég sakna þess helst að við höfum ekki njósnastofnun til að njósna um þá. Það er eiginlega það sem vantar.“ Erlingur segist ekki þekkja til þess hvort aðrir íbúar Laufásvegs muni sakna þess að búa með sendiráðinu. „Þú veist nú hvernig Íslendingar eru, þeir hittast á sömu götu í tuttugu ár áður en þeir bjóða góðan daginn. Þetta er mjög ólíkt Ameríkönum.“ Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
„Við hjónin höfum átt ágætt samband við þá þarna hinum megin,“ segir Erlingur Gíslason leikari. „Þeir eru, eins og Ameríkanar eru alltaf, alveg óskaplega góðir nágrannar.“ Erlingur býr við Laufásveg, þaðan sem bandaríska sendiráðið á Íslandi hyggst flytja á brott á næstunni. Hann segir sambúðina hafa að mestu leyti gengið vel, en Erlingur var meðal þeirra sem lýstu yfir óánægju sinni þegar steinkerum var komið fyrir fyrir framan sendiráðið í öryggisskyni árið 2004. „Þau hafa verið ágætir nágrannar, nema þegar þeim datt í hug að setja steinkerin við götuna,“ segir Erlingur. „Það er nú það eina sem hefur pirrað mig við þá.“ Einnig hefur komið fram að Erlingur telur Bandaríkjamenn hafa hlerað heimili hans en hann tekur það þó ekki mjög nærri sér. „Þeir væru ekki í vinnunni sinni ef þeir hleruðu ekki allstaðar,“ segir hann. „Og þetta samtal okkar fer áreiðanlega inn á band hjá þeim og ég bara vorkenni þeim sem þarf að hlusta á þetta. En ég sakna þess helst að við höfum ekki njósnastofnun til að njósna um þá. Það er eiginlega það sem vantar.“ Erlingur segist ekki þekkja til þess hvort aðrir íbúar Laufásvegs muni sakna þess að búa með sendiráðinu. „Þú veist nú hvernig Íslendingar eru, þeir hittast á sömu götu í tuttugu ár áður en þeir bjóða góðan daginn. Þetta er mjög ólíkt Ameríkönum.“
Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35