Bandaríska sendiráðið flytur: „Þau hafa verið ágætir nágrannar“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. júlí 2014 15:11 Erlingur segir starfsmenn sendráðsins góða nágranna. Vísir/Vilhelm/Stefán „Við hjónin höfum átt ágætt samband við þá þarna hinum megin,“ segir Erlingur Gíslason leikari. „Þeir eru, eins og Ameríkanar eru alltaf, alveg óskaplega góðir nágrannar.“ Erlingur býr við Laufásveg, þaðan sem bandaríska sendiráðið á Íslandi hyggst flytja á brott á næstunni. Hann segir sambúðina hafa að mestu leyti gengið vel, en Erlingur var meðal þeirra sem lýstu yfir óánægju sinni þegar steinkerum var komið fyrir fyrir framan sendiráðið í öryggisskyni árið 2004. „Þau hafa verið ágætir nágrannar, nema þegar þeim datt í hug að setja steinkerin við götuna,“ segir Erlingur. „Það er nú það eina sem hefur pirrað mig við þá.“ Einnig hefur komið fram að Erlingur telur Bandaríkjamenn hafa hlerað heimili hans en hann tekur það þó ekki mjög nærri sér. „Þeir væru ekki í vinnunni sinni ef þeir hleruðu ekki allstaðar,“ segir hann. „Og þetta samtal okkar fer áreiðanlega inn á band hjá þeim og ég bara vorkenni þeim sem þarf að hlusta á þetta. En ég sakna þess helst að við höfum ekki njósnastofnun til að njósna um þá. Það er eiginlega það sem vantar.“ Erlingur segist ekki þekkja til þess hvort aðrir íbúar Laufásvegs muni sakna þess að búa með sendiráðinu. „Þú veist nú hvernig Íslendingar eru, þeir hittast á sömu götu í tuttugu ár áður en þeir bjóða góðan daginn. Þetta er mjög ólíkt Ameríkönum.“ Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
„Við hjónin höfum átt ágætt samband við þá þarna hinum megin,“ segir Erlingur Gíslason leikari. „Þeir eru, eins og Ameríkanar eru alltaf, alveg óskaplega góðir nágrannar.“ Erlingur býr við Laufásveg, þaðan sem bandaríska sendiráðið á Íslandi hyggst flytja á brott á næstunni. Hann segir sambúðina hafa að mestu leyti gengið vel, en Erlingur var meðal þeirra sem lýstu yfir óánægju sinni þegar steinkerum var komið fyrir fyrir framan sendiráðið í öryggisskyni árið 2004. „Þau hafa verið ágætir nágrannar, nema þegar þeim datt í hug að setja steinkerin við götuna,“ segir Erlingur. „Það er nú það eina sem hefur pirrað mig við þá.“ Einnig hefur komið fram að Erlingur telur Bandaríkjamenn hafa hlerað heimili hans en hann tekur það þó ekki mjög nærri sér. „Þeir væru ekki í vinnunni sinni ef þeir hleruðu ekki allstaðar,“ segir hann. „Og þetta samtal okkar fer áreiðanlega inn á band hjá þeim og ég bara vorkenni þeim sem þarf að hlusta á þetta. En ég sakna þess helst að við höfum ekki njósnastofnun til að njósna um þá. Það er eiginlega það sem vantar.“ Erlingur segist ekki þekkja til þess hvort aðrir íbúar Laufásvegs muni sakna þess að búa með sendiráðinu. „Þú veist nú hvernig Íslendingar eru, þeir hittast á sömu götu í tuttugu ár áður en þeir bjóða góðan daginn. Þetta er mjög ólíkt Ameríkönum.“
Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Bandaríska sendiráðið flyst af Laufásvegi Undirritaður var samningur í dag á kaup á húsi við Engjateig. 10. júlí 2014 18:35