Innlent

Varnargirðing fyrir utan bandaríska sendiráðið

Hér má sjá girðinguna
Hér má sjá girðinguna Mynd/Stöð 2
Lögreglan hefur sett upp varnargirðingu fyrir utan bandaríska sendiráðið en yfir fimmtán hundruð manns hafa skráð sig á mótmæli fyrir utan sendiráðið sem hefjast núna klukkan fimm. Það er félagið Ísland-Palestína sem stendur fyrir mótmælafundinum.

Ljóst er að lögreglan verður með töluverðan viðbúnað við bygginguna, en þessar varnargirðingar hafa einnig verið notað fyrir utan Alþingi við Austurvöll, þegar fjölmenn mótmæli hafa farið þar fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×