Lífið

Stærsti spinningtími ársins fer fram um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sandra Björg Helgadóttir er hér til vinstri og mun hún kenna ásamt fleirum á sunnudaginn.
Sandra Björg Helgadóttir er hér til vinstri og mun hún kenna ásamt fleirum á sunnudaginn. vísir
Risastóri spinningtími World Class og Bleiku slaufunnar fer fram á sunnudaginn en um er að ræða risastóran spinningtíma sem þar sem öllum hjólum líkamsræktarstöðvarinnar World Class verður komið fyrir í Fylkisheimilinu en þau eru 350 talsins.

Tíminn er opinn öllum og verður hægt að mæta klukkan 10,11 og 12 og kostar tvö þúsund krónur inn fyrir hvern tíma. Það verður því hægt að skrá sig í alla þrjá en hver spinningtími verður 45 mínútur og rennur allur ágóði til Bleiku slaufunnar.

Tíminn er ætlaður öllum, bæði vönum spinnurum og einnig fyrir þá sem aldrei hafa mætt áður.

Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólunum og má sem dæmi nefna ljósashow, myndbönd, drykkir, happadrætti með veglegum vinningum.

Söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir mætir sem Tina Turner og tekur lagið í síðasta tímanum og fleira skemmtilegt en markmiðið er að hafa gaman og styrkja gott málefni.

Miðasalan fer fram hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×