Jane Goodall freistar þess að sameina kynslóðirnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. júní 2016 20:18 Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira