Útlendingapössun á börum borgarinnar Guðrún Ansnes skrifar 1. maí 2015 07:30 Unnar lagar þjónustu sína að þörfum viðskiptavina, með skrautlegum afleiðingum. Vísir/Ernir „Ég var með hóp ekki alls fyrir löngu sem eyddi rúmlega tveimur og hálfri milljón, á þremur klukkustundum, á skemmtistað hérna í miðborginni, á sunnudagskvöldi,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, eigandi Reykjavík Rocks. Gefur fyrirtækið sig meðal annars út fyrir að taka á móti erlendum ferðamönnum sem vilja kynna sér næturlífið á Íslandi gaumgæfilega. „Við tölum stundum um að við sérhæfum okkur í útlendingapössun,“ segir Unnar og bætir við að kúnnahópurinn samanstandi aðallega af bandarískum karlmönnum sem vinna í tölvubransanum, svo sem Facebook og Foursquare. Auk þess séu ríkir Rússar að sækja í sig veðrið, en þeir tali lítið og eyði miklu í vín. Unnar segir týpurnar sem nýti sér þjónustuna þó eins ólíkar og þær eru margar: „Við sníðum þetta bara eftir þeim sem koma hverju sinni, en ég tek vissulega eftir mynstri þar sem hingað koma margir ríkustu menn heims eða lið sem hafa náð langt í sínum greinum.“Vinsælustu staðirnir Aðspurður um hvaða staðir séu vinsælastir meðal ferðamannanna, stendur ekki á svörum og segir hann B5 og Loftið laða að, en séu tónlistarmenn meðal viðskiptavina sé Kaffibarinn iðulega vænlegur til vinnings. „Þeir sem við höfum fengið til okkar fara héðan elskandi íslenska næturlífið, og menninguna hérna almennt. Ísland trónir á toppi eftirsóttustu landa í Evrópu í augum þeirra sem ætla að halda almennileg steggjapartí og ég finn mikið fyrir því í þessu fagi.“Klikkað lið Unnar segir Reykjavík Rocks leggja allt í sölurnar til að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna, sem oftar en ekki séu villtari en gengur og gerist. „Þegar finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen vildi komast sem næst tunglinu valdi hann að ferðast til Íslands,“ segir Unnar og undirstrikar þannig ákveðna stemningu í hópnum. „En ætli það fáránlegasta hafi ekki verið þegar við urðum að sjá til að einn kúnni okkar gæti riðið, á nærbuxunum einum fata, um leið og hann lenti á skerinu og beinustu leið ofan í Bláa lónið,“ segir hann og skellir upp úr. Unnar segist lengi hafa verið talsmaður þess að markaðssetja næturlífið á Íslandi markvisst í tengslum við ferðaþjónustuna. „Mér sýnist samt á öllu að það hafi nánast markaðssett sig sjálft undanfarin ár, svona miðað við hvaða fólk er að heimsækja landið,“ skýtur hann að í lokin og bendir áhugasömum á að kíkja á www.reykjavik.rocks Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
„Ég var með hóp ekki alls fyrir löngu sem eyddi rúmlega tveimur og hálfri milljón, á þremur klukkustundum, á skemmtistað hérna í miðborginni, á sunnudagskvöldi,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, eigandi Reykjavík Rocks. Gefur fyrirtækið sig meðal annars út fyrir að taka á móti erlendum ferðamönnum sem vilja kynna sér næturlífið á Íslandi gaumgæfilega. „Við tölum stundum um að við sérhæfum okkur í útlendingapössun,“ segir Unnar og bætir við að kúnnahópurinn samanstandi aðallega af bandarískum karlmönnum sem vinna í tölvubransanum, svo sem Facebook og Foursquare. Auk þess séu ríkir Rússar að sækja í sig veðrið, en þeir tali lítið og eyði miklu í vín. Unnar segir týpurnar sem nýti sér þjónustuna þó eins ólíkar og þær eru margar: „Við sníðum þetta bara eftir þeim sem koma hverju sinni, en ég tek vissulega eftir mynstri þar sem hingað koma margir ríkustu menn heims eða lið sem hafa náð langt í sínum greinum.“Vinsælustu staðirnir Aðspurður um hvaða staðir séu vinsælastir meðal ferðamannanna, stendur ekki á svörum og segir hann B5 og Loftið laða að, en séu tónlistarmenn meðal viðskiptavina sé Kaffibarinn iðulega vænlegur til vinnings. „Þeir sem við höfum fengið til okkar fara héðan elskandi íslenska næturlífið, og menninguna hérna almennt. Ísland trónir á toppi eftirsóttustu landa í Evrópu í augum þeirra sem ætla að halda almennileg steggjapartí og ég finn mikið fyrir því í þessu fagi.“Klikkað lið Unnar segir Reykjavík Rocks leggja allt í sölurnar til að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna, sem oftar en ekki séu villtari en gengur og gerist. „Þegar finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen vildi komast sem næst tunglinu valdi hann að ferðast til Íslands,“ segir Unnar og undirstrikar þannig ákveðna stemningu í hópnum. „En ætli það fáránlegasta hafi ekki verið þegar við urðum að sjá til að einn kúnni okkar gæti riðið, á nærbuxunum einum fata, um leið og hann lenti á skerinu og beinustu leið ofan í Bláa lónið,“ segir hann og skellir upp úr. Unnar segist lengi hafa verið talsmaður þess að markaðssetja næturlífið á Íslandi markvisst í tengslum við ferðaþjónustuna. „Mér sýnist samt á öllu að það hafi nánast markaðssett sig sjálft undanfarin ár, svona miðað við hvaða fólk er að heimsækja landið,“ skýtur hann að í lokin og bendir áhugasömum á að kíkja á www.reykjavik.rocks
Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira