Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 19:38 Ragnar Erling er oft kallaður Raggi Turner enda hefur hann dáð Tinu Turner frá því að hann var níu ára gamall. Mynd/Af Facebook-síðu Ragnars „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar og andlegs heilbrigðis,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, oft kallaður Raggi Turner, en hann fékk sér nýverið stærðarinnar húðflúr á hægri öxl og upphandlegg. „Núna er hún alltaf með mér einhvern veginn.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var níu ára gamall kom vinkonu móður minnar með geisladiskinn með lögunum sem voru í bíómyndinni hennar. Ég heyrði bara tónlistina og það gerðist eitthvað. Síðan þá hef ég verið algjörlega heillaður af henni,“ útskýrir Ragnar. Líf Ragnars hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hann var lagður í mikið einelti sem krakki og var kominn í mikla fíkniefnaneyslu þegar hann var þrettán ára gamall. Hann var í neyslu fram á þrítugsaldur og fór svo að í maí 2009 var hann handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni. Ragnar var í einlægu viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári.Ragnar Erling var í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur á Fréttablaðinu þar sem hann sagði frá neyslu sinni og handtökunni í Brasilíu.Vísir„Ég gat alltaf snúið mér til Tinu. Þegar ég kom heim úr skólanum, búið að leggja mig í einelti allan daginn þá setti ég Tinu Turner á fóninn eða horfði á tónleika með henni, fór í hælaskónna hennar mömmu, sótti kústinn og bara rock on,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta bjargaði mér.“Svitnaði meira á tónleikum með Tinu en í eróbik tíma Hann fór ásamt móður sinni, ömmu, vinkonu og frænku á tónleika með söngkonunni árið 2000. Myndin á handlegg hans kemur frá tónleikunum en á þeim keypti hópurinn kíki sem skartaði þessari mynd. „Tina. Ég kalla hana móður orkunnar minnar. Ég fer í World class á morgnana og horfi bara á hana. Það er svo sniðugt í World class að hafa þessa skjái, þá þarf ég engan ipod heldur skelli bara á tónleika með henni.“ Ragnar segist aldrei hafa svitnað jafnmikið og þegar hann fór á tónleika með söngkonunni árið 2009. Þá stóð hann mjög framarlega og „það bara gerðist eitthvað.“ Hann segist þó vera eróbik kennari að mennt og því svitnað talsvert um ævina. Ragnar hefur aldrei sett sig í samband við Tinu eða reynt það en hann óskar þess að einn daginn fái hann tækifæri til að hitta hana og láta hana vita hversu mikið hún hefur verið til staðar fyrir hann. „Það er líka svo fallegt að hún stendur fyrir það að fólk geti gert það sem það óskar sér. Það getur gert það sem það vill. Hún er svo mikill sigurvegari.“ Tina Turner er 75 ára gömul og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir söng sinn og flutning. Hún kynntist tónlistarmanninum Ike Turner á fimmta áratugnum og þau áttu í ástarsambandi auk þess sem þau sömdu lög og sungu saman. Hún fór frá honum á sjöunda áratugnum eftir að hafa þolað ofbeldi af hans hálfu um árabil. Hún náði heimsfrægð með plötunni sinni Private Dancer árið 1984 og hefur síðan þá átt fjöldann allan af vinsælum lögum. Tengdar fréttir Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00 Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar og andlegs heilbrigðis,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, oft kallaður Raggi Turner, en hann fékk sér nýverið stærðarinnar húðflúr á hægri öxl og upphandlegg. „Núna er hún alltaf með mér einhvern veginn.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var níu ára gamall kom vinkonu móður minnar með geisladiskinn með lögunum sem voru í bíómyndinni hennar. Ég heyrði bara tónlistina og það gerðist eitthvað. Síðan þá hef ég verið algjörlega heillaður af henni,“ útskýrir Ragnar. Líf Ragnars hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hann var lagður í mikið einelti sem krakki og var kominn í mikla fíkniefnaneyslu þegar hann var þrettán ára gamall. Hann var í neyslu fram á þrítugsaldur og fór svo að í maí 2009 var hann handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni. Ragnar var í einlægu viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári.Ragnar Erling var í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur á Fréttablaðinu þar sem hann sagði frá neyslu sinni og handtökunni í Brasilíu.Vísir„Ég gat alltaf snúið mér til Tinu. Þegar ég kom heim úr skólanum, búið að leggja mig í einelti allan daginn þá setti ég Tinu Turner á fóninn eða horfði á tónleika með henni, fór í hælaskónna hennar mömmu, sótti kústinn og bara rock on,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta bjargaði mér.“Svitnaði meira á tónleikum með Tinu en í eróbik tíma Hann fór ásamt móður sinni, ömmu, vinkonu og frænku á tónleika með söngkonunni árið 2000. Myndin á handlegg hans kemur frá tónleikunum en á þeim keypti hópurinn kíki sem skartaði þessari mynd. „Tina. Ég kalla hana móður orkunnar minnar. Ég fer í World class á morgnana og horfi bara á hana. Það er svo sniðugt í World class að hafa þessa skjái, þá þarf ég engan ipod heldur skelli bara á tónleika með henni.“ Ragnar segist aldrei hafa svitnað jafnmikið og þegar hann fór á tónleika með söngkonunni árið 2009. Þá stóð hann mjög framarlega og „það bara gerðist eitthvað.“ Hann segist þó vera eróbik kennari að mennt og því svitnað talsvert um ævina. Ragnar hefur aldrei sett sig í samband við Tinu eða reynt það en hann óskar þess að einn daginn fái hann tækifæri til að hitta hana og láta hana vita hversu mikið hún hefur verið til staðar fyrir hann. „Það er líka svo fallegt að hún stendur fyrir það að fólk geti gert það sem það óskar sér. Það getur gert það sem það vill. Hún er svo mikill sigurvegari.“ Tina Turner er 75 ára gömul og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir söng sinn og flutning. Hún kynntist tónlistarmanninum Ike Turner á fimmta áratugnum og þau áttu í ástarsambandi auk þess sem þau sömdu lög og sungu saman. Hún fór frá honum á sjöunda áratugnum eftir að hafa þolað ofbeldi af hans hálfu um árabil. Hún náði heimsfrægð með plötunni sinni Private Dancer árið 1984 og hefur síðan þá átt fjöldann allan af vinsælum lögum.
Tengdar fréttir Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00 Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00
Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38