Kanadíska rappstjarnan Drake hefur nú jafnað met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake á nú fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir Drakes eru því orðnar sögulegar.
Tíu af þessum fjórtán lögum má finna á plötu rapparans If You're Reading This It's Too Late en hin fjögur lögin eru á plötum annarra listamanna. Vinsældir Drakes þykja ákaflega sérstakar í ljósi þess að rétt rúmlega fimm ár eru síðan fyrsta lagið eftir hann komst á lista Bilboard, en það var lagið Best I've Ever Had.
