Lífið

10 ný lög sem þú ættir að hlusta á í vikunni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hæsti maður í heimi, Kristian Matsen, gefur út plötu í ár.
Hæsti maður í heimi, Kristian Matsen, gefur út plötu í ár. vísir/getty

10 ný lög sem þú ættir að hlusta á í vikunni er glænýr vikulegur liður sem mun verða hér á Lífinu á Vísi. Þar verður leitast við að koma á framfæri glænýrri tónlist með listamönnum, jafnt þekktum sem óþekktum.

The Tallest Man on Earth – Sagres

Sænski trúbadorinn Kristian Matsen gefur út sína fjórðu plötu í maí. Sagres er fyrsta smáskífulag hennar.


Moon King – Apocalypse

Moon King er dúó frá Toronto í Kanada og áhrifavaldarnir leyna sér ekki. Aðdáendur Smashing Pumpkins ættu að eiga auðvelt með að fíla þetta lag. 


Drake – Energy

Erfitt var að taka eitt lag út fyrir sviga af frábærri fjórðu plötu kanadíska rapparans en Energy varð fyrir valinu.


Antimony - So Bad

Íslensk hljómsveit með kanadíska söngkonu. Afslappað „chillwave“ goth-skotið synþapopp. Gáfu út fjögurra laga EP-plötu fyrir skemmstu sem finna má á Youtube.


Torche - No Servants

Hrátt bílskúrsrokk frá Miami af plötunni Restarter. Platan þykir líkleg til afreka á árinu.


Dear Roughe – Black to Gold

Enn ein kanadíska tengingin. Rafdúó frá Vancouver sem vinnur að sinni fyrstu breiðskífu. Lag sem hefði passað ágætlega inn í soundtrackið myndarinnar Drive.


Romare – Motherless Child

Motherless Child er önnur smáskífa plötunnar Projections sem var að koma út. Sú fyrri, Roots, er einnig þess virði að líta á.


Sundara Karma – Loveblood

Bretar mega vart halda vatni yfir Sundara Karma þessa stundina. Ótrúlega bresk hljómsveit að mörgu leiti. 


Big Sean – Win Some, Lose Some

Eitt ferskasta lagið af annars heilsteyptri plötu.


Black Zone Myth Chant – He Evil

Sækadelísk elektróník frá dularfullum listamanni. Ekki er vitað hver stendur bak við nafnið en ljóst er að hann er að senda frá sér ferska, öðruvísi tónlist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.