TF-SIF liðsinnti við björgun 5000 flóttamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2015 18:24 Flóttamenn sem bjargað var fyrr í mánuðinum. VÍSIR/AP Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu. Flóttamenn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu.
Flóttamenn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira