Maður verður að þora að taka áhættu í lífinu ADDA SOFFÍA INGVARSDÓTTIR skrifar 24. mars 2015 12:00 Haukur hélt sína fyrstu sýningu á Mokka fyrir fimmtíu árum síðan. Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira