Enski boltinn

Þorvaldur: Ekki hægt að verja Gerrard

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þar ræddu hann, Gummi Ben og Þorvaldur Örlygsson um leik Liverpool og Manchester United en allir voru sammála um að Liverpool væri ekki að spila vel í fyrri hálfleik.

Skipting var gerð í hálfleik eins og allir vita en þá kom fyrirliðinn Steven Gerrard inn á. Hann byrjaði ágætlega fyrstu 30 sekúndurnar en fauk svo af velli með rautt spjald fyrir að traðka á Ander Herrera.

„Gerrard kom flottur inn. Hann átti þvílíka sendingu og svo þessa tæklingu á Mata. Svo bara verður hann hauslaus,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur bætti við:

„Það er ekki hægt að verja eitt eða neitt í þessu. Hann átti hraustlega tæklingu á undan þessu þannig maður sá hvaða leið hann ætlaði að fara.“

„Hann er pirraður að sitja á bekknum. Þetta er stærsta stjarnan og þetta er leikur sem maður hefði haldið að skærustu stjörnurnar ættu að spila.“

„Það pirrar hann ekkert aukalega að liðinu gangi vel. Hann vill bara taka þátt í þessu þegar það gengur vel.“

„Tæklingin sem hann tekur á Mata er ansi kröftug og hún lyftir öllum vellinum. En svo kemur þetta rétt á eftir. Þetta var stór og mikil ákvörðun hjá honum að stíga á hann,“ sagði Þorvaldur Örlygsson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×