Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 20:47 Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira