Innlent

Týr kallaður til Libýu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ekki er langt síðan Varðskipið Týr bjargaði 320 flóttamönnum, en það var á föstudaginn langa.
Ekki er langt síðan Varðskipið Týr bjargaði 320 flóttamönnum, en það var á föstudaginn langa. Aðsend mynd/Landhelgisgæslan
Varðskipið Týr fékk síðdegis í dag beiðni frá ítölskum yfirvöldum og FRONTEX, Landamærastofnun Evrópusambandsins, um að sigla til móts við gúmmíbát þar sem um borð eru hugsanlegir flóttamenn. Báturinn er eins og er staðsettur um 18 sjómílur norður af Libýu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem barst Vísi á fimmta tímanum í dag.

Týr verður samkvæmt áætlun kominn á vettvang í nótt um klukkan tvö eftir miðnætti á íslenskum tíma.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.


Tengdar fréttir

„Hvert rými setið“

Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið.

Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar

Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu.

Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi

Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×