„Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2015 10:30 Jóhann Gunnar Arnarsson fékk að kenna á því um helgina. Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. „Þær elska mig allar...sumar kannski aðeins of mikið,“ segir Jóhann Gunnar. Hann telur bitin líklega á milli 100 og 200 en þeim sé strax farið að fækka. „Stelpan sagði einmitt: Þú ert eins og kallinn í Something about Mary,“ segir Jóhann hlæjandi og vísar í samnefnda bíómynd. Þar fær ein aðalpersónan útbrot sem svipar til þeirra sem Jóhann Gunnar fékk.Dom „Woogie“ Woganowski í kvikmyndinni Something about Mary.Sextán ára dóttirin slappLíkt og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun varð tónlistarmaðurinn Karl Tómasson bitinn í sumarbústað fjölskyldunnar við Meðalfellsvatn í Kjós um helgina. Var hann bitinn á meðan hann svaf og er nú allur undirlagður biti. Saga Jóhanns er áþekk sem einnig var bitinn í svefni. Sama gildir um eiginkonu hans en sextán ára dóttir þeirra slapp með skrekkinn. „Ætli þetta gerist ekki á svona tveimur sólarhringum. Maður vaknar með smá en svo kemur þetta meira í gegn sólarhring síðar,“ segir Jóhann Gunnar sem eðlilega klæjar. Hann segir þau hjónin hafa eitrað og lokað öllum gluggum. Síðan hafi hann ekki heyrt neitt suð og treystir á að vágesturinn sé á bak og burt.Áreksturinn í Reykjavíkurhöfn.MYND/BERGHILDUR ERLA BERNHARÐSDÓTTIRÁrás Rússa í Reykjavíkurhöfn Hann segist hafa heyrt fleiri í bústöðum í Kjósinni kvarta yfir bitum um helgina. Hefur Vísir heyrt af fleirum sem eru út úr bitnir eftir afslöppun í bústað á sömu slóðum um helgina. Jóhann Gunnar deildi mynd af sér á Facebook þar sem sést glögglega hversu illa hann er farinn eftir næturheimsóknina. „Fyrst ræðst rússneska heimsveldið á mig og svo skæruliðaherdeild bitmýsins...ég fór verr út úr því. Hvað ætli komi næst?“ segir Jóhann Gunnar sem starfar sem bryti á varðskipinu Þór. Hann var um borð í skipinu þegar rússneska skólaskipið sigldi utan í Þór og Tý á dögunum.Karl fékk að kenna á nýjasta Íslandsvininum.Vísir/ErnirVerri en moskító Náttúrufræðistofnun hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Starfsmaður stofnunarinnar segir að bitmýið sé líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl Tómasson í Fréttablaðinu í morgun. Tengdar fréttir Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skipið siglir utan í önnur skip. 11. júní 2015 17:44 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. „Þær elska mig allar...sumar kannski aðeins of mikið,“ segir Jóhann Gunnar. Hann telur bitin líklega á milli 100 og 200 en þeim sé strax farið að fækka. „Stelpan sagði einmitt: Þú ert eins og kallinn í Something about Mary,“ segir Jóhann hlæjandi og vísar í samnefnda bíómynd. Þar fær ein aðalpersónan útbrot sem svipar til þeirra sem Jóhann Gunnar fékk.Dom „Woogie“ Woganowski í kvikmyndinni Something about Mary.Sextán ára dóttirin slappLíkt og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun varð tónlistarmaðurinn Karl Tómasson bitinn í sumarbústað fjölskyldunnar við Meðalfellsvatn í Kjós um helgina. Var hann bitinn á meðan hann svaf og er nú allur undirlagður biti. Saga Jóhanns er áþekk sem einnig var bitinn í svefni. Sama gildir um eiginkonu hans en sextán ára dóttir þeirra slapp með skrekkinn. „Ætli þetta gerist ekki á svona tveimur sólarhringum. Maður vaknar með smá en svo kemur þetta meira í gegn sólarhring síðar,“ segir Jóhann Gunnar sem eðlilega klæjar. Hann segir þau hjónin hafa eitrað og lokað öllum gluggum. Síðan hafi hann ekki heyrt neitt suð og treystir á að vágesturinn sé á bak og burt.Áreksturinn í Reykjavíkurhöfn.MYND/BERGHILDUR ERLA BERNHARÐSDÓTTIRÁrás Rússa í Reykjavíkurhöfn Hann segist hafa heyrt fleiri í bústöðum í Kjósinni kvarta yfir bitum um helgina. Hefur Vísir heyrt af fleirum sem eru út úr bitnir eftir afslöppun í bústað á sömu slóðum um helgina. Jóhann Gunnar deildi mynd af sér á Facebook þar sem sést glögglega hversu illa hann er farinn eftir næturheimsóknina. „Fyrst ræðst rússneska heimsveldið á mig og svo skæruliðaherdeild bitmýsins...ég fór verr út úr því. Hvað ætli komi næst?“ segir Jóhann Gunnar sem starfar sem bryti á varðskipinu Þór. Hann var um borð í skipinu þegar rússneska skólaskipið sigldi utan í Þór og Tý á dögunum.Karl fékk að kenna á nýjasta Íslandsvininum.Vísir/ErnirVerri en moskító Náttúrufræðistofnun hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Starfsmaður stofnunarinnar segir að bitmýið sé líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl Tómasson í Fréttablaðinu í morgun.
Tengdar fréttir Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skipið siglir utan í önnur skip. 11. júní 2015 17:44 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skipið siglir utan í önnur skip. 11. júní 2015 17:44
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00