Fékk hatursskilaboð í kjölfar ræðu um fordóma Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 10:30 Nadia Tamimi hélt í gær ræðu á málþingi um stöðu múslima á Íslandi. Mynd/GVA/Nadia Tamimi Nadia Tamimi, íslömsk kona sem hélt í gær ræðu á á málþingi um stöðu múslima, birti í gærkvöldi hatursskilaboð sem henni bárust í naflausu SMS-i. Nadia segir í Facebook-færslu sinni ætla héðan í frá að birta öll slík „ógeðs skilaboð“ sem henni berast en í skeytinu er hún meðal annars kölluð „umskorna múslimatussa“ og sögð „ógeðsleg.“ Nadia er dóttir Salmanns Tamimi, fyrrverandi formanns félags múslima á Íslandi, en móðir hennar er íslensk. Í erindi hennar á málþinginu í gær sagðist hún oft hafa orðið fyrir fordómum Íslendinga vegna trúar sinnar. „Alls staðar í kringum mig finn ég fyrir fordómum,“ segir í ræðu Nadiu, sem lesa má í heild sinni í viðhengi hér fyrir neðan. „Á hárgreiðslustofum bæjarins hef ég oft þurft að sitja við hliðina á fólki sem drullar yfir föður minn og trúna og oftar en einu sinni hef ég þurft að flýja með börnin mín út af ýmsum stöðum þar sem ég hef ekki áhuga á að þau heyri svona lagað um afa sinn eða trúna sína.“ Innlegg frá Nadia Tamimi.Kenndi aldrei öllum kristnum um morð ömmu sinnar Nadia tekur þó fram að hún telur flesta Íslendinga lausa við slíka fordóma. Þó særi alhæfingar hinna fáu og henni „svíði“ vegna þess hvernig ástandið sé í dag. „Árásirnar gegn okkur ágerast,“ skrifar Nadia meðal annars. „ Múslimar kallaðir hryðjuverkamenn upp til hópa, og þá sé ég fyrir mér föður minn, afa, ömmu og frændfólk ... Mín reynsla af múslimum bæði hér heima og í Palestínu er að þeir eru upp til hópa yndislegt og góðhjartað fólk sem koma fram við mig af virðingu.“Sjá einnig: Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Nadia tjáir sig einnig í ræðunni um dauða móðurömmu sinnar, Sigurbjargar Einarsdóttur. Hún var myrt á heimili sínu af ókunnum manni árið 1999, þá áttatíu ára gömul. „Þarna missti ég það sem var mér kærast,“ skrifar Nadia. „Sorgin yfirtók mig og reiðin líka en aldrei, ekki einu sinni, kom í huga mér að kenna öllum kristnum mönnum um, öllum Íslendingum, eða öllum hvítum mönnum … ég kenndi þessum eina manni um og ég geri enn!“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Nadia Tamimi, íslömsk kona sem hélt í gær ræðu á á málþingi um stöðu múslima, birti í gærkvöldi hatursskilaboð sem henni bárust í naflausu SMS-i. Nadia segir í Facebook-færslu sinni ætla héðan í frá að birta öll slík „ógeðs skilaboð“ sem henni berast en í skeytinu er hún meðal annars kölluð „umskorna múslimatussa“ og sögð „ógeðsleg.“ Nadia er dóttir Salmanns Tamimi, fyrrverandi formanns félags múslima á Íslandi, en móðir hennar er íslensk. Í erindi hennar á málþinginu í gær sagðist hún oft hafa orðið fyrir fordómum Íslendinga vegna trúar sinnar. „Alls staðar í kringum mig finn ég fyrir fordómum,“ segir í ræðu Nadiu, sem lesa má í heild sinni í viðhengi hér fyrir neðan. „Á hárgreiðslustofum bæjarins hef ég oft þurft að sitja við hliðina á fólki sem drullar yfir föður minn og trúna og oftar en einu sinni hef ég þurft að flýja með börnin mín út af ýmsum stöðum þar sem ég hef ekki áhuga á að þau heyri svona lagað um afa sinn eða trúna sína.“ Innlegg frá Nadia Tamimi.Kenndi aldrei öllum kristnum um morð ömmu sinnar Nadia tekur þó fram að hún telur flesta Íslendinga lausa við slíka fordóma. Þó særi alhæfingar hinna fáu og henni „svíði“ vegna þess hvernig ástandið sé í dag. „Árásirnar gegn okkur ágerast,“ skrifar Nadia meðal annars. „ Múslimar kallaðir hryðjuverkamenn upp til hópa, og þá sé ég fyrir mér föður minn, afa, ömmu og frændfólk ... Mín reynsla af múslimum bæði hér heima og í Palestínu er að þeir eru upp til hópa yndislegt og góðhjartað fólk sem koma fram við mig af virðingu.“Sjá einnig: Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Nadia tjáir sig einnig í ræðunni um dauða móðurömmu sinnar, Sigurbjargar Einarsdóttur. Hún var myrt á heimili sínu af ókunnum manni árið 1999, þá áttatíu ára gömul. „Þarna missti ég það sem var mér kærast,“ skrifar Nadia. „Sorgin yfirtók mig og reiðin líka en aldrei, ekki einu sinni, kom í huga mér að kenna öllum kristnum mönnum um, öllum Íslendingum, eða öllum hvítum mönnum … ég kenndi þessum eina manni um og ég geri enn!“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira