Innlent

Stafar hætta af múslimum á Íslandi?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yfirskrift fundarins er: Stafar hætta af múslimum á Íslandi?
Yfirskrift fundarins er: Stafar hætta af múslimum á Íslandi? Vísir
Málþing um stöðu múslima, málfrelsi, trúfrelsi og þá hættu sem öfgafólk getur skapað í samfélaginu verður haldið í Iðnó í dag og hefst það klukkan 13.

Yfirskrift fundarins er: Stafar hætta af múslimum á Íslandi? Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinn útsendingu á vefsíðu Netsamfélagsins.

Fundarstjóri verður Markús Þórhallsson frá Djúpalæk, sagnfræðingur og þáttagerðarmaður á Útvarpi Sögu. Í upphafi fundar flytja eftirtaldir framsögumenn fimm mínútna innlegg:

Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og trúarbragðafræðingur

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur

Gústaf Níelsson, sagnfræðingur

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri mannréttindaskrifstofu Íslands

Nadia Tamimi, verslunarstjóri

Salvör Kristjana Gissurardóttir, háskólakennari

Sólveig Anna Jónsdóttir, leikskólaliði og aktivisti

Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×