Segir að enginn Íslendingur eigi að þurfa búa við fátækt Stefán Árni Pálsson skrifar 1. janúar 2015 14:22 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Valli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í nýársávarpi sínu að gagnrýnin umræða sé forsenda þess að lýðræðið virki en vitundin um sameiginlegan árangur sé líka kjölfesta sem gerir þjóðum kleift að vinna sigra. „Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð sem á djúpar rætur í íslenskri sögu, gerum aðhald og gagnsæi að grundvelli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að gleðjast líka yfir árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð,“ segir Ólafur. Forsetinn segir að þjóð geti aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. „Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.“ Ólafur segir að það sé ljóst að margt þurfti að bæta og áfram bíði verkefni úrlausnar. „Sumt í okkar þjóðfélagi er jafnvel enn með þeim hætti að ekki verður við unað til lengdar. Þar skiptir mestu, eins og ég hef áður ítrekað á nýársdag, að útrýma fátæktinni sem þjakar of marga, einstæðar mæður, aldraða og öryrkja. Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn,“ segir Ólafur. Það er mat forseta Íslands að við sem þjóð getum sótt kraft til nýrra verka í þann styrk sem Ísland nýtur, í áfangana sem nú séu öðrum uppspretta lærdóms og hvatningar. „Hin unga kynslóð, sem senn erfir landið, getur glöð og stolt hafist handa, byggt á bjargi sem ávinningar fyrri tíðar hafa myndað. Nýtt ár ber með sér fyrirheit um betri tíma, tækifæri fyrir okkur öll, vegferð sem tengir hið besta úr sögunni við umbætur þjóðar sem sífellt stefnir hærra; vitrari í ljósi þess sem miður fór, sterkari vegna vissunnar um að hún getur vandað sig og gert margt vel.“ Hér að neðan má lesa nýársvarp Ólafs í heild sinni:Góðir Íslendingar.Við Dorrit óskum ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar í hverju verki, í samveru með fjölskyldu og nánum vinum. Hin traustu bönd samstöðunnar hafa löngum dugað best og það gildir bæði um okkur sjálf og þjóðina. Um þessi áramót erum við enn á ný minnt á þakkarskuld sem við eigum að gjalda fólkinu sem ruddi brautir þess árangurs sem Ísland hefur náð.Í fyrra voru sjötíu ár liðin frá því að lýðveldið var stofnað á Þingvöllum og á nýju ári verður þess minnst með margvíslegum hætti að fyrir öld fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, gátu valið fulltrúa til löggjafarstarfa eins og karlar. Hvort tveggja markaði í ljósi sögunnar byltingarkennd tímamót. Aldrei fyrr hafði svo fátæk og fámenn þjóð tekið fullt sjálfstæði í sínar hendur og konur ætíð verið utan garðs á vettvangi valdsins.Við erum oft á það minnt hér á Bessastöðum, nánast á hverjum degi, hve fjarlægir slíkir áfangar voru á fyrstu skeiðum baráttunnar. Skrifpúltið uppi á lofti, gersemi frá gömlum tíma, verkstöð Sveinbjarnar Egilssonar þegar hann leiðrétti stíla Jónasar Hallgrímssonar, færði okkur Heims um ból og þýddi kviður Hómers, er áminning um að þá átti þjóðin bara einn skóla og Reykjavík var hrörlegt þorp með fáein hundruð íbúa. Íslendingar nutu hvorki mannréttinda né höfðu tök á eigin málum.Allt ríkisvald var í höndum konungsins og hirðar hans; fátækt og harðræði höfðu um aldir hindrað vöxt og viðgang þjóðarinnar. En Bessastaðir urðu líka heimili Theodoru og Skúla Thoroddsen þegar þau komu hingað frá Ísafirði um aldamótin 1900 með barnahópinn ogprentsmiðjuna. Þá hafði blaðið þeirra, Þjóðviljinn, um árabil verið vettvangur skrifa um aukin réttindi kvenna; ritstjórn Skúla og greinarnar sem Theodora skrifaði undir dulnefni kölluðust á við atorku og beittan málflutning Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Reykjavík. Konur í Þingeyjarsýslu sendu svo ásamt stöllum sínum á Ísafirði ávarp og hvatningu til Þingvallafundarins 1888.Samt liðu nær þrjátíu ár þar til sigur var í höfn og þá var fagnað með hátíðarhöldum á Austurvelli, fylkingu kvenna og fánaborg. Afmæli lýðveldisins í fyrra og fyrirhugaðir atburðir um land allt helgaðir réttindabaráttu kvenna eru ásamt aldarafmæli fullveldisins innan fárra ára vegvísar um þann árangur sem Íslendingar hafa náð; árangur sem á okkartímum er mörgum öðrum þjóðum í senn hvatning og fordæmi.Um hríð hefur lítt verið tíðkað að halda til haga því sem þjóðin hefuráorkað og sumir bregðast jafnvel illa við þegar slíku er hampað; telja gort ogvart við hæfi; kaldhæðni gagnrýnandans einatt vinsælli en lofsamleg ummæliþeirra sem vekja athygli á því sem vel er gert. Áföllin sem fylgdu bankahruni; hörð átök í kjölfarið; reiðin sem lengi bjó í brjósti margra; allt mótaði hina daglegu umræðu með þeim hætti að gagnrýni, oft hatrömm, varð ráðandi; mistök og ávirðingar helsta fréttaefnið.Að mörgu leyti var þetta skiljanleg þróun, viðbrögð við skyndilegu áfalli, en til lengdar getur verið hættulegt að festast í slíku fari, missa sjónar af þeim hornsteinum sem fyrr voru reistir, gildunum sem lengi voru í öndvegi, verkunum sem þokuðu Íslandi smátt og smátt í fremstu röð meðal þjóða heims. Gagnrýnin umræða er vissulega forsenda þess að lýðræðið virki en vitundin um sameiginlegan árangur er líka kjölfesta sem gerir þjóðum kleift aðvinna sigra, halda sínu í hringiðu breytinganna, sækja fram til bættra kjara.Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð sem á djúpar rætur í íslenskri sögu, gerum aðhald og gagnsæi að grundvelli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að gleðjast líka yfir árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð. Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.Þótt umræðan um árangur Íslendinga sé hér heima lítt í tísku er merkilegt að á liðnu ári skyldu tveir af fremstu háskólum Bandaríkjanna og ein virtasta efnahagsstofnun veraldar meta árangur og stöðu Íslands á þann veg að skipa okkur á mörgum sviðum ýmist í fyrsta sæti eða meðal hinna efstu. Við höfum lengi haft á orði að glöggt sé gests augað og því er fróðlegt að kynnast dómum þeirra sem skoða Ísland úr fjarlægð og setja okkur í samhengivið önnur lönd.Hópur vísindamanna undir forystu Michael Porters prófessors við Harvard háskóla birti á liðnu vori ítarlega skýrslu um mat á árangri þjóða varðandi efnahagslíf, lýðræði, velferð, heilbrigði, mannréttindi, fjölmiðlun og fleiri þætti. Niðurstöðurnar eru vitnisburður um árangur Íslendinga. Þegar fræðimennirnir skoða þjóðirnar, sem lengst hafa náð, er Ísland sett í fyrsta sæti við mat á lífslíkum barna og hreinlæti, umburðarlyndi og félagslegri þátttöku, næringarstigi og almennri heilbrigðisþjónustu, persónulegu öryggi, aðgangi aðupplýsingum og sessi minnihlutahópa.Jafnframt er Ísland með öðrum í efstu sætum þegar vegnar eru félagslegar framfarir, heilbrigðir lífshættir, ævilengd kvenna og karla, öryggi eignaréttar almennings og lág tíðni ofbeldisglæpa. Ísland skarar einnig framúr í stöðu samkynhneigðra; árangur sem því miður er fjarlægt markmið í fjölmörgum löndum.Þessi ítarlega skýrsla um röðun þjóða á ýmsum sviðum samfélags, mannlífs og velferðar er órækur vitnisburður um að víðtækar breytingar til batnaðar hafa orðið á Íslandi, einkum í ljósi þess hve veikburða þjóðin var í upphafi þessarar vegferðar og hve háan toll skæðir sjúkdómar og farsóttir tóku allt til fyrri hluta síðustu aldar. Skýrslan sýnir líka að lýðræðisleg þróun í átt að manneskjulegra þjóðfélagi hefur hér skilað góðum árangri.Það er og niðurstaða Alþjóða efnahagsráðsins, World Economic Forum, sem tilkynnti í fyrra að Ísland skipi fyrsta sætið þegar metin væri staða kvenna á vettvangi stjórnmála, lýðræðislegrar forystu og menntunar. Sumum kann að koma það á óvart því öll viljum við efla enn frekar áhrif og stöðu kvenna. En þó er rík ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri og líka því að Ísland er eitt fárra rkja, ef ekki það eina, þar sem konur hafa nú gegnt öllum æðstu stöðum ríkis og kirkju, verið í forsæti löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, setið á biskupsstóli og í sæti þjóðhöfðingjans; kjör Vigdísar á sínum tíma viðburður á heimsvísu.Þróunin var þó lengi hæg. Árið 1923 varð Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi en næstu 22 árin náði aðeins ein önnur kona kjöri. Nú er myndin hins vegar allt önnur. Á síðustu fimmtán árum hafa rúmlega 60 konur verið valdar til löggjafarstarfa; fjöldi sem sýnir í hnotskurn að þrátt fyrir áföll og erfiðleika hefur okkur tekist að ná veigamiklum áföngum í lýðræðisþróun og mannréttindum.Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra. Dómar fræðimannanna í Bandaríkjunum og World Economic Forum eru þeirrar ættar og sama gildir um þann heiður sem Cornell háskólinn veitti Íslendingum nú í nóvember, en Cornell er líka meðal virtustu háskóla Bandaríkjanna; fagnar um þessar mundir 150 ára afmæli; þekktur í okkar sögu því þar er varðveitt geysimikið safn íslenskra bóka kennt við ÍslandsvininnWillard Fiske.Þegar ákveðið var að veita í fyrsta sinn verðlaun fyrir árangur í þróun sjálfbærni og hreinnar orku taldi ung stofnun við Cornell háskóla einboðið að íslenska þjóðin hlyti þann heiður fyrir það fordæmi að hverfa frá nýtingu olíu og kola til rafmagnsframleiðslu og húshitunar; byggja hagsæld og velferð á vatnsafli og jarðhita; fordæmi sem eigi brýnt erindi við heimsbyggð alla þegar hættan á hrikalegum loftslagsbreytingum ógnar framtíð jarðarbúa.Hin fámenna þjóð, sem á síðustu öld einbeitti sér að því að breyta einhæfu efnahagslífi í fjölþætt og skapandi hagkerfi, hefur á sviði hreinnar orku byggt upp þekkingu og tækni sem nú geta orðið öðrum að liði. Tæplega sextíu lönd hafa sent hingað ungt og efnilegt fólk til náms og þjálfunar í Jarðhitaskólanum, fjöldinn nálgast nú 600, og um þessar mundir vinna íslensk orkufyrirtæki og verkfræðistofur að jarðhitaverkefnum í nær öllum heimsálfum.Þar ber hæst hitaveituverkefnin í kínverskum borgum, unnin í samvinnu við Sinopec, eitt stærsta fyrirtæki heims; markmiðið að fylgja fordæmi Reykjavíkur, nýta heita vatnið og hætta kyndingu með kolum, draga þannig úr mengun og bæta heilsu íbúanna; og svo jarðhitaverið í Eþíópíu sem áformað er að verði hið stærsta í Afríku. Þegar fyrstu rörin voru lögð í moldargötur miðbæjarins og heita vatnið barst til húsanna í Þingholtunum hefði enginn spáð slíkri vegferð; samt er árangurinn, sem Cornell kaus að heiðra, öðrum þjóðum nú sönnun þess að hægt er að breyta orkubúskap heilla landa í þágu sjálfbærni jarðarinnar; vinna sigur í glímunni við umturnun á loftslaginu.Hin glöggu augu gestanna, sérfræðinga við Harvard, Cornell og Alþjóða efnahagsráðið, beina sjónum okkar Íslendinga að sigrum sem fyllt geta sérhverja kynslóð stolti og gleði; eiginleikum sem unga fólkið þarf einnig að fá í arf. Ásamt bókmenntum okkar, tónlist og menningarlífi, vísindum og rannsóknum á náttúrunni og manninum, skapa þeir þættir sem hér var lýst Íslendingum orðspor sem laðar aðra til samstarfs og aflar okkur virðingar.Við vitum þó öll að margt þarf að bæta, að áfram bíða verkefni úrlausnar, að sumt í okkar þjóðfélagi er jafnvel enn með þeim hætti að ekki verður við unað til lengdar. Þar skiptir mestu, eins og ég hef áður ítrekað á nýársdag, að útrýma fátæktinni sem þjakar of marga, einstæðar mæður, aldraða og öryrkja. Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.Við getum sótt kraft til nýrra verka í þann styrk sem Ísland nýtur, í áfangana sem nú eru öðrum uppspretta lærdóms og hvatningar. Hin unga kynslóð, sem senn erfir landið, getur glöð og stolt hafist handa, byggt á bjargi sem ávinningar fyrri tíðar hafa myndað. Nýtt ár ber með sér fyrirheit um betri tíma, tækifæri fyrir okkur öll, vegferð sem tengir hið besta úr sögunni við umbætur þjóðar sem sífellt stefnir hærra; vitrari í ljósi þess sem miður fór, sterkari vegna vissunnar um að hún getur vandað sig og gert margt vel. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í nýársávarpi sínu að gagnrýnin umræða sé forsenda þess að lýðræðið virki en vitundin um sameiginlegan árangur sé líka kjölfesta sem gerir þjóðum kleift að vinna sigra. „Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð sem á djúpar rætur í íslenskri sögu, gerum aðhald og gagnsæi að grundvelli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að gleðjast líka yfir árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð,“ segir Ólafur. Forsetinn segir að þjóð geti aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. „Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.“ Ólafur segir að það sé ljóst að margt þurfti að bæta og áfram bíði verkefni úrlausnar. „Sumt í okkar þjóðfélagi er jafnvel enn með þeim hætti að ekki verður við unað til lengdar. Þar skiptir mestu, eins og ég hef áður ítrekað á nýársdag, að útrýma fátæktinni sem þjakar of marga, einstæðar mæður, aldraða og öryrkja. Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn,“ segir Ólafur. Það er mat forseta Íslands að við sem þjóð getum sótt kraft til nýrra verka í þann styrk sem Ísland nýtur, í áfangana sem nú séu öðrum uppspretta lærdóms og hvatningar. „Hin unga kynslóð, sem senn erfir landið, getur glöð og stolt hafist handa, byggt á bjargi sem ávinningar fyrri tíðar hafa myndað. Nýtt ár ber með sér fyrirheit um betri tíma, tækifæri fyrir okkur öll, vegferð sem tengir hið besta úr sögunni við umbætur þjóðar sem sífellt stefnir hærra; vitrari í ljósi þess sem miður fór, sterkari vegna vissunnar um að hún getur vandað sig og gert margt vel.“ Hér að neðan má lesa nýársvarp Ólafs í heild sinni:Góðir Íslendingar.Við Dorrit óskum ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar í hverju verki, í samveru með fjölskyldu og nánum vinum. Hin traustu bönd samstöðunnar hafa löngum dugað best og það gildir bæði um okkur sjálf og þjóðina. Um þessi áramót erum við enn á ný minnt á þakkarskuld sem við eigum að gjalda fólkinu sem ruddi brautir þess árangurs sem Ísland hefur náð.Í fyrra voru sjötíu ár liðin frá því að lýðveldið var stofnað á Þingvöllum og á nýju ári verður þess minnst með margvíslegum hætti að fyrir öld fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, gátu valið fulltrúa til löggjafarstarfa eins og karlar. Hvort tveggja markaði í ljósi sögunnar byltingarkennd tímamót. Aldrei fyrr hafði svo fátæk og fámenn þjóð tekið fullt sjálfstæði í sínar hendur og konur ætíð verið utan garðs á vettvangi valdsins.Við erum oft á það minnt hér á Bessastöðum, nánast á hverjum degi, hve fjarlægir slíkir áfangar voru á fyrstu skeiðum baráttunnar. Skrifpúltið uppi á lofti, gersemi frá gömlum tíma, verkstöð Sveinbjarnar Egilssonar þegar hann leiðrétti stíla Jónasar Hallgrímssonar, færði okkur Heims um ból og þýddi kviður Hómers, er áminning um að þá átti þjóðin bara einn skóla og Reykjavík var hrörlegt þorp með fáein hundruð íbúa. Íslendingar nutu hvorki mannréttinda né höfðu tök á eigin málum.Allt ríkisvald var í höndum konungsins og hirðar hans; fátækt og harðræði höfðu um aldir hindrað vöxt og viðgang þjóðarinnar. En Bessastaðir urðu líka heimili Theodoru og Skúla Thoroddsen þegar þau komu hingað frá Ísafirði um aldamótin 1900 með barnahópinn ogprentsmiðjuna. Þá hafði blaðið þeirra, Þjóðviljinn, um árabil verið vettvangur skrifa um aukin réttindi kvenna; ritstjórn Skúla og greinarnar sem Theodora skrifaði undir dulnefni kölluðust á við atorku og beittan málflutning Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Reykjavík. Konur í Þingeyjarsýslu sendu svo ásamt stöllum sínum á Ísafirði ávarp og hvatningu til Þingvallafundarins 1888.Samt liðu nær þrjátíu ár þar til sigur var í höfn og þá var fagnað með hátíðarhöldum á Austurvelli, fylkingu kvenna og fánaborg. Afmæli lýðveldisins í fyrra og fyrirhugaðir atburðir um land allt helgaðir réttindabaráttu kvenna eru ásamt aldarafmæli fullveldisins innan fárra ára vegvísar um þann árangur sem Íslendingar hafa náð; árangur sem á okkartímum er mörgum öðrum þjóðum í senn hvatning og fordæmi.Um hríð hefur lítt verið tíðkað að halda til haga því sem þjóðin hefuráorkað og sumir bregðast jafnvel illa við þegar slíku er hampað; telja gort ogvart við hæfi; kaldhæðni gagnrýnandans einatt vinsælli en lofsamleg ummæliþeirra sem vekja athygli á því sem vel er gert. Áföllin sem fylgdu bankahruni; hörð átök í kjölfarið; reiðin sem lengi bjó í brjósti margra; allt mótaði hina daglegu umræðu með þeim hætti að gagnrýni, oft hatrömm, varð ráðandi; mistök og ávirðingar helsta fréttaefnið.Að mörgu leyti var þetta skiljanleg þróun, viðbrögð við skyndilegu áfalli, en til lengdar getur verið hættulegt að festast í slíku fari, missa sjónar af þeim hornsteinum sem fyrr voru reistir, gildunum sem lengi voru í öndvegi, verkunum sem þokuðu Íslandi smátt og smátt í fremstu röð meðal þjóða heims. Gagnrýnin umræða er vissulega forsenda þess að lýðræðið virki en vitundin um sameiginlegan árangur er líka kjölfesta sem gerir þjóðum kleift aðvinna sigra, halda sínu í hringiðu breytinganna, sækja fram til bættra kjara.Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð sem á djúpar rætur í íslenskri sögu, gerum aðhald og gagnsæi að grundvelli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að gleðjast líka yfir árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð. Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.Þótt umræðan um árangur Íslendinga sé hér heima lítt í tísku er merkilegt að á liðnu ári skyldu tveir af fremstu háskólum Bandaríkjanna og ein virtasta efnahagsstofnun veraldar meta árangur og stöðu Íslands á þann veg að skipa okkur á mörgum sviðum ýmist í fyrsta sæti eða meðal hinna efstu. Við höfum lengi haft á orði að glöggt sé gests augað og því er fróðlegt að kynnast dómum þeirra sem skoða Ísland úr fjarlægð og setja okkur í samhengivið önnur lönd.Hópur vísindamanna undir forystu Michael Porters prófessors við Harvard háskóla birti á liðnu vori ítarlega skýrslu um mat á árangri þjóða varðandi efnahagslíf, lýðræði, velferð, heilbrigði, mannréttindi, fjölmiðlun og fleiri þætti. Niðurstöðurnar eru vitnisburður um árangur Íslendinga. Þegar fræðimennirnir skoða þjóðirnar, sem lengst hafa náð, er Ísland sett í fyrsta sæti við mat á lífslíkum barna og hreinlæti, umburðarlyndi og félagslegri þátttöku, næringarstigi og almennri heilbrigðisþjónustu, persónulegu öryggi, aðgangi aðupplýsingum og sessi minnihlutahópa.Jafnframt er Ísland með öðrum í efstu sætum þegar vegnar eru félagslegar framfarir, heilbrigðir lífshættir, ævilengd kvenna og karla, öryggi eignaréttar almennings og lág tíðni ofbeldisglæpa. Ísland skarar einnig framúr í stöðu samkynhneigðra; árangur sem því miður er fjarlægt markmið í fjölmörgum löndum.Þessi ítarlega skýrsla um röðun þjóða á ýmsum sviðum samfélags, mannlífs og velferðar er órækur vitnisburður um að víðtækar breytingar til batnaðar hafa orðið á Íslandi, einkum í ljósi þess hve veikburða þjóðin var í upphafi þessarar vegferðar og hve háan toll skæðir sjúkdómar og farsóttir tóku allt til fyrri hluta síðustu aldar. Skýrslan sýnir líka að lýðræðisleg þróun í átt að manneskjulegra þjóðfélagi hefur hér skilað góðum árangri.Það er og niðurstaða Alþjóða efnahagsráðsins, World Economic Forum, sem tilkynnti í fyrra að Ísland skipi fyrsta sætið þegar metin væri staða kvenna á vettvangi stjórnmála, lýðræðislegrar forystu og menntunar. Sumum kann að koma það á óvart því öll viljum við efla enn frekar áhrif og stöðu kvenna. En þó er rík ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri og líka því að Ísland er eitt fárra rkja, ef ekki það eina, þar sem konur hafa nú gegnt öllum æðstu stöðum ríkis og kirkju, verið í forsæti löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, setið á biskupsstóli og í sæti þjóðhöfðingjans; kjör Vigdísar á sínum tíma viðburður á heimsvísu.Þróunin var þó lengi hæg. Árið 1923 varð Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi en næstu 22 árin náði aðeins ein önnur kona kjöri. Nú er myndin hins vegar allt önnur. Á síðustu fimmtán árum hafa rúmlega 60 konur verið valdar til löggjafarstarfa; fjöldi sem sýnir í hnotskurn að þrátt fyrir áföll og erfiðleika hefur okkur tekist að ná veigamiklum áföngum í lýðræðisþróun og mannréttindum.Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra. Dómar fræðimannanna í Bandaríkjunum og World Economic Forum eru þeirrar ættar og sama gildir um þann heiður sem Cornell háskólinn veitti Íslendingum nú í nóvember, en Cornell er líka meðal virtustu háskóla Bandaríkjanna; fagnar um þessar mundir 150 ára afmæli; þekktur í okkar sögu því þar er varðveitt geysimikið safn íslenskra bóka kennt við ÍslandsvininnWillard Fiske.Þegar ákveðið var að veita í fyrsta sinn verðlaun fyrir árangur í þróun sjálfbærni og hreinnar orku taldi ung stofnun við Cornell háskóla einboðið að íslenska þjóðin hlyti þann heiður fyrir það fordæmi að hverfa frá nýtingu olíu og kola til rafmagnsframleiðslu og húshitunar; byggja hagsæld og velferð á vatnsafli og jarðhita; fordæmi sem eigi brýnt erindi við heimsbyggð alla þegar hættan á hrikalegum loftslagsbreytingum ógnar framtíð jarðarbúa.Hin fámenna þjóð, sem á síðustu öld einbeitti sér að því að breyta einhæfu efnahagslífi í fjölþætt og skapandi hagkerfi, hefur á sviði hreinnar orku byggt upp þekkingu og tækni sem nú geta orðið öðrum að liði. Tæplega sextíu lönd hafa sent hingað ungt og efnilegt fólk til náms og þjálfunar í Jarðhitaskólanum, fjöldinn nálgast nú 600, og um þessar mundir vinna íslensk orkufyrirtæki og verkfræðistofur að jarðhitaverkefnum í nær öllum heimsálfum.Þar ber hæst hitaveituverkefnin í kínverskum borgum, unnin í samvinnu við Sinopec, eitt stærsta fyrirtæki heims; markmiðið að fylgja fordæmi Reykjavíkur, nýta heita vatnið og hætta kyndingu með kolum, draga þannig úr mengun og bæta heilsu íbúanna; og svo jarðhitaverið í Eþíópíu sem áformað er að verði hið stærsta í Afríku. Þegar fyrstu rörin voru lögð í moldargötur miðbæjarins og heita vatnið barst til húsanna í Þingholtunum hefði enginn spáð slíkri vegferð; samt er árangurinn, sem Cornell kaus að heiðra, öðrum þjóðum nú sönnun þess að hægt er að breyta orkubúskap heilla landa í þágu sjálfbærni jarðarinnar; vinna sigur í glímunni við umturnun á loftslaginu.Hin glöggu augu gestanna, sérfræðinga við Harvard, Cornell og Alþjóða efnahagsráðið, beina sjónum okkar Íslendinga að sigrum sem fyllt geta sérhverja kynslóð stolti og gleði; eiginleikum sem unga fólkið þarf einnig að fá í arf. Ásamt bókmenntum okkar, tónlist og menningarlífi, vísindum og rannsóknum á náttúrunni og manninum, skapa þeir þættir sem hér var lýst Íslendingum orðspor sem laðar aðra til samstarfs og aflar okkur virðingar.Við vitum þó öll að margt þarf að bæta, að áfram bíða verkefni úrlausnar, að sumt í okkar þjóðfélagi er jafnvel enn með þeim hætti að ekki verður við unað til lengdar. Þar skiptir mestu, eins og ég hef áður ítrekað á nýársdag, að útrýma fátæktinni sem þjakar of marga, einstæðar mæður, aldraða og öryrkja. Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.Við getum sótt kraft til nýrra verka í þann styrk sem Ísland nýtur, í áfangana sem nú eru öðrum uppspretta lærdóms og hvatningar. Hin unga kynslóð, sem senn erfir landið, getur glöð og stolt hafist handa, byggt á bjargi sem ávinningar fyrri tíðar hafa myndað. Nýtt ár ber með sér fyrirheit um betri tíma, tækifæri fyrir okkur öll, vegferð sem tengir hið besta úr sögunni við umbætur þjóðar sem sífellt stefnir hærra; vitrari í ljósi þess sem miður fór, sterkari vegna vissunnar um að hún getur vandað sig og gert margt vel.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira