Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. janúar 2015 18:30 Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. Hjá fjölskyldu við Bergstaðastræti í Reykjavík sem fagnaði áramótum með tuttugu manna matarboði snerist gleðskapurinn upp í andhverfu sína. Fjölskyldan hafði fest kaup á Tívolíbombu hjá Íþróttafélaginu Leikni sem var ekki af ódýrari gerðinni en hún átti að springa um miðnætti þegar áramótagleðin væri í algleymingi. Og það gerði hún með látum, þegar á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti, fyrst með mikilli ljósadýrð en síðan með stórri sprengingu sem hafði þær afleiðingar að ljósakróna féll niður á matarborði og breytti fínu boði í glerbrotasúpu, húsráðandi skarst í andliti og tvö börn fengu skrámur, þá brotnuðu rúður í húsinu og nærliggjandi húsum og bílar urðu fyrir hnjaski. Guðmundur Aðalsteinsson, fjölskyldufaðir sem festi kaup á bombunni segir að fjölskyldan sé í sjokki, hálf heyrnarlaus og lemstruð. Það sé mikil heppni að ekki fór enn verr. Níu ára stúlka sem var gestkomandi fylgdist með úr fjarlægð þegar kveikt var í tívolíbombunni. Hending réði því að hún leit í aðra átt þegar sprengingin varð og fékk hún því einungis stóra kúlu á höfuðið. Fólkið í næsta húsi sneri heim úr áramótagleði um nóttina og varð alvarlega skelkað þegar rúðurnar götumegin voru brotnar. Bjarni Már Bjarnason eigandi hússins segist aldrei hafa upplifað annað eins en hann hafi búið í þrjátíu ár við götuna. Hann var staddur í fjölskylduboði í Kópavogi um miðnættið og fylgdist með ljósadýrðinni í Reykjavík þaðan. Hann óraði þó ekki fyrir því að rúðurnar í húsinu hans væru að springa á sama augnabliki. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. Hjá fjölskyldu við Bergstaðastræti í Reykjavík sem fagnaði áramótum með tuttugu manna matarboði snerist gleðskapurinn upp í andhverfu sína. Fjölskyldan hafði fest kaup á Tívolíbombu hjá Íþróttafélaginu Leikni sem var ekki af ódýrari gerðinni en hún átti að springa um miðnætti þegar áramótagleðin væri í algleymingi. Og það gerði hún með látum, þegar á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti, fyrst með mikilli ljósadýrð en síðan með stórri sprengingu sem hafði þær afleiðingar að ljósakróna féll niður á matarborði og breytti fínu boði í glerbrotasúpu, húsráðandi skarst í andliti og tvö börn fengu skrámur, þá brotnuðu rúður í húsinu og nærliggjandi húsum og bílar urðu fyrir hnjaski. Guðmundur Aðalsteinsson, fjölskyldufaðir sem festi kaup á bombunni segir að fjölskyldan sé í sjokki, hálf heyrnarlaus og lemstruð. Það sé mikil heppni að ekki fór enn verr. Níu ára stúlka sem var gestkomandi fylgdist með úr fjarlægð þegar kveikt var í tívolíbombunni. Hending réði því að hún leit í aðra átt þegar sprengingin varð og fékk hún því einungis stóra kúlu á höfuðið. Fólkið í næsta húsi sneri heim úr áramótagleði um nóttina og varð alvarlega skelkað þegar rúðurnar götumegin voru brotnar. Bjarni Már Bjarnason eigandi hússins segist aldrei hafa upplifað annað eins en hann hafi búið í þrjátíu ár við götuna. Hann var staddur í fjölskylduboði í Kópavogi um miðnættið og fylgdist með ljósadýrðinni í Reykjavík þaðan. Hann óraði þó ekki fyrir því að rúðurnar í húsinu hans væru að springa á sama augnabliki.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira