Innlent

Fögnuðu nýju ári í sjónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjöldinn allur af gestum mættu í Nauthólsvíkina í dag.
Fjöldinn allur af gestum mættu í Nauthólsvíkina í dag. vísir/ernir
Að venju var nýju ári fagnað með svellköldu sjósundi á nýársdegi í Nauthólsvík.

Fjöldinn allur af gestum mættu í Nauthólsvíkina í dag og skelltu sér til sunds og í heitan pott strax í kjölfarið.

Hefð hefur skapast fyrir þessu á Íslandi og var potturinn opinn frá klukkan ellefu í morgun til þrjú. Yfir hundrað manns mættu til að skella sér í sjóinn.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, skellti sér í víkina í dag og náði meðfylgjandi myndum.

vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×