Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2015 07:00 Gríðarleg uppbygging hefur verið á Vopnafirði frá því HB Grandi kom með hluta af starfsemi sinni á staðinn. mynd/hbgrandi Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira