Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ólíkt Uber munu eingöngu leyfisskyldir ökumenn aka fyrir Taxi Service. vísirgva „Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“ Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira