„Hér skapar ljósmyndarinn sína eigin sögu um tískubransann og kemur til skila persónulegri sýn og túlkun á því sem gerist bak við tjöld tískusýninga. Ljósmyndarinn notar ljósið á staðnum einstaklega vel svo úr verður draumur um tísku. Fagurfræðin er sterk og sumar myndirnar sannir gullmolar.“





