Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2015 10:57 Myndbandið er frábært. vísir „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt. Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
„Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt.
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira