Búist við lögum á verkföllin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 19:04 Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira