Leitar að Nínu í fórum landsmanna Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Hrafnhildur Schram listfræðingur við styttu Nínu Sæmundsson, Móðurást, sem vakti mikla aðdáun í París á sínum tíma. Fréttablaðið/GVA „Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“ Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
„Ég er að leita að öllum tegundum höggmynda eftir Nínu sem eru til í einkaeigu,“ segir Hrafnhildur Schram listfræðingur en hún vinnur nú að undirbúningi sýningar á verkum Nínu Sæmundsson myndhöggvara sem er fyrirhuguð í Listasafni Íslands í haust. Hrafnhildur vinnur einnig bók um feril Nínu á vegum Crymogeu útgáfu. Nína Sæmundsson var fyrsta íslenska konan til þess að gera garðinn frægan sem myndhöggvari. Hún var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892, yngst fimmtán barna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur undi Nína hag sínum illa og fór svo að hún hélt til frænku sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hún átti síðan eftir að nema höggmyndalist við Konunglegu dönsku listaakademíuna. Eins og Hrafnhildur bendir á þá var Nína stórmerkileg listakona og það er mikilvægt fyrir þjóðina að eignast heildaryfirlit yfir ævistarf hennar. Eftir árin í Kaupmannahöfn hélt Nína til Rómar þar sem hún dvaldi til skamms tíma en þaðan lá leiðin til Parísar. „Í París sendi Nína verk sitt Móðurást inn á haustsýninguna í Grand Palais og hlaut það mikla athygli og heiðurssess undir franska fánanum. Nokkru síðar, eða árið 1926, var Nínu boðið að sýna í Art Center í New York þar sem hún ílengdist í Bandaríkjunum í rúma þrjá áratugi. Í New York vann Nína opna samkeppni um verk fyrir Waldorf Astoria-hótelið með verkinu Afrekshugur en það er táknmynd þessa fræga hótels enn í dag. Nína bjó í Bandaríkjunum frá þriðja áratug síðustu aldar og allt þar til hún flutti heim. Í Bandaríkjunum kynntist hún Polly James handritshöfundi og urðu þær sambýliskonur til margra ára. Þær settust að í Hollywood en gríðarlegur uppgangur var í kvikmyndaheiminum þar á þessum árum. Nína varð fljótt eftirsóttur portrettlistamaður og gerði m.a. myndir af kvikmyndastjörnum og öðru frægu fólki. Nína sneri heim árið 1955 og sýndi þá í Þjóðminjasafninu. Hún var einnig með sýningu árið 1965, en stór hluti af henni var reyndar málverk, en hún sneri sér talsvert að málverkinu seinni árin, enda dýrt og líkamlega erfitt að fást við höggmyndagerðina. Nína seldi talsvert af málverkum hér heima en ég er ekki að leita að þeim heldur aðeins höggmyndunum – allra stærða og gerða. Það er til komið vegna þess að ég fjalla aðeins um höggmyndirnar að þessu sinni í bókinni og því bíða málverkin betri tíma. Það er vissulega talsvert til af verkum hennar í safnaeigu og þá vil ég fyrst nefna dánargjöf til Listasafns Íslands frá listakonunni við fráfall hennar árið 1965. Auk þess bjargaði Kristján Jóhann Kristjánsson verkum heim frá Bandaríkjunum þar sem þau voru geymd við slæm skilyrði og gaf Listasafni Reykjavíkur. Þannig að nú biðla ég til allra sem eiga höggmyndaverk eftir Nínu að setja sig í samband við Listasafn Íslands og vonandi getum við náð betur utan um ævistarf þessarar merku listakonu.“
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning