Eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2015 13:45 "Núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar,“ segir Guðrún um konurnar fimmtán sem eru í fókus á sýningunni í Borgarnesi. „Hugmyndin snýst um að miðla fróðleik um fimmtán konur sem voru á lífi árið 1915,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem verður opnuð þar við hátíðlega athöfn í dag klukkan 15. „Við höfum fengið muni senda víða að og þó sýningin sé ekki stór þá er hún djúp. Fjölskyldur kvennanna hafa skilað inn myndum, textum og munum og þær ætla líka að fjölmenna á opnunina sem er mikill heiður fyrir okkur.“ Konur eru sérstaklega dregnar fram að þessu sinni í tilefni afmælisárs kosningaréttar þeirra, að sögn Guðrúnar. En hvernig skyldu þessar fimmtán hafa verið valdar? „Fyrst horfðum við á nöfn 300 kvenna og völdum lista á eina A4-síðu, úr því urðu 40 nöfn. Okkar starfssvæði er frá rótum Snæfellsness að Hvalfirði og við vildum velja á sýninguna konur af öllu svæðinu. Það var örugglega eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna 300 og erfitt að velja bara 15 úr en núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar, við erum búin að lesa um þær, skoða myndir af þeim og hlusta á sögur af þeim.“ Guðrún segir konurnar fimmtán merkar á margan hátt og nefnir dæmi. „Ein fæddist 1862 í blárri fátækt, eins og svo margar formæður okkar, en keypti sér jörð, varð sjálfstæður bóndi og byggði þar upp húsakost. Önnur var með öflugan veitingarekstur, stundum á þremur stöðum í einu og með fullt af fólki í vinnu.Ein var fórnarlamb þess hugsunarháttar að það þyrfti að taka börnin af fólki sem ekki var sjálfstætt fjárhagslega, hún eignaðist sjö börn en fékk bara að hafa eitt hjá sér að staðaldri, hin fóru í fóstur á bæi, svo og svo margra vikna gömul. Ein er fulltrúi þeirra sem unnu hjá öðrum allt sitt líf og var vinnukona á sama bænum í áratugi og tvær öfluðu sér menntunar og gerðust far- og heimiliskennarar.“ Skyldu einhverjar heimildir vera til um hvort þær kusu? „Við höfum komist að því að þær voru hugsandi og áhugasamar um sitt ytra umhverfi og erum sannfærð um að allar eru góðir fulltrúar kvenna sem löngu fyrir 1915 voru verðugar þess að kjósa. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei verða merkilegir tónleikar, uppskeruhátíð verkefnis sem Safnahús vinnur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar frumflytja nemendur skólans eigin verk og yngsta tónskáldið er einungis sex ára gamalt. Þetta er þriðja árið í röð sem þessar stofnanir vinna saman í safna- og skólastarfi. Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
„Hugmyndin snýst um að miðla fróðleik um fimmtán konur sem voru á lífi árið 1915,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem verður opnuð þar við hátíðlega athöfn í dag klukkan 15. „Við höfum fengið muni senda víða að og þó sýningin sé ekki stór þá er hún djúp. Fjölskyldur kvennanna hafa skilað inn myndum, textum og munum og þær ætla líka að fjölmenna á opnunina sem er mikill heiður fyrir okkur.“ Konur eru sérstaklega dregnar fram að þessu sinni í tilefni afmælisárs kosningaréttar þeirra, að sögn Guðrúnar. En hvernig skyldu þessar fimmtán hafa verið valdar? „Fyrst horfðum við á nöfn 300 kvenna og völdum lista á eina A4-síðu, úr því urðu 40 nöfn. Okkar starfssvæði er frá rótum Snæfellsness að Hvalfirði og við vildum velja á sýninguna konur af öllu svæðinu. Það var örugglega eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna 300 og erfitt að velja bara 15 úr en núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar, við erum búin að lesa um þær, skoða myndir af þeim og hlusta á sögur af þeim.“ Guðrún segir konurnar fimmtán merkar á margan hátt og nefnir dæmi. „Ein fæddist 1862 í blárri fátækt, eins og svo margar formæður okkar, en keypti sér jörð, varð sjálfstæður bóndi og byggði þar upp húsakost. Önnur var með öflugan veitingarekstur, stundum á þremur stöðum í einu og með fullt af fólki í vinnu.Ein var fórnarlamb þess hugsunarháttar að það þyrfti að taka börnin af fólki sem ekki var sjálfstætt fjárhagslega, hún eignaðist sjö börn en fékk bara að hafa eitt hjá sér að staðaldri, hin fóru í fóstur á bæi, svo og svo margra vikna gömul. Ein er fulltrúi þeirra sem unnu hjá öðrum allt sitt líf og var vinnukona á sama bænum í áratugi og tvær öfluðu sér menntunar og gerðust far- og heimiliskennarar.“ Skyldu einhverjar heimildir vera til um hvort þær kusu? „Við höfum komist að því að þær voru hugsandi og áhugasamar um sitt ytra umhverfi og erum sannfærð um að allar eru góðir fulltrúar kvenna sem löngu fyrir 1915 voru verðugar þess að kjósa. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei verða merkilegir tónleikar, uppskeruhátíð verkefnis sem Safnahús vinnur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar frumflytja nemendur skólans eigin verk og yngsta tónskáldið er einungis sex ára gamalt. Þetta er þriðja árið í röð sem þessar stofnanir vinna saman í safna- og skólastarfi.
Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira