Tækjabúnaðurinn mun hafa verið gagngert fluttur hingað til lands annað árið í röð til þess að tryggja að veðrið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum yrði gott og þurrt en það hefur tekist í bæði skiptin.
Virkni tækisins er þannig að því er ætlað að ýta tímabundið lægðarmörkum frá jörðu með tilteknum tíðnisviðum sem draga úr líkum á úrkomu og minnka skýjabakka í grennd við tækið.

Aðspurður kaus hann að tjá sig ekki um málið og hinn dularfulla tækjabúnað en lýsti þó yfir mikilli ánægju með veður hátíðarinnar og hátíðina í heild sinni. „Við erum afskaplega ánægð með hátíðina og þá veðurguði sem tryggðu okkur samfellda birtu og hamingju alla helgina,“ segir Jakob Frímann.
Meðfylgjandi ljósmynd náðist inn um glugga á Þróttaraheimilinu um helgina, af því sem talið er vera hluti af umræddum búnaði.
