Innlent

Eyjafréttir heiðra Kristján Má

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Páll Magnússon og Þorsteinn Gunnarsson afhentu Kristjáni Má verðlaunin.
Páll Magnússon og Þorsteinn Gunnarsson afhentu Kristjáni Má verðlaunin. Vísir/GVA
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, hefur hlotið Fréttapíramída Eyjafrétta fyrir fréttir sínar af landsbyggðinni.

„Ég er auðvitað þakklátur fyrir þennan heiður sem Eyjamenn sýna mér. En um leið er þetta viðurkenning fyrir þá rækt sem 365 miðlar vilja sýna allri landsbyggðinni,“ segir Kristján Már.

Árleg afhending Fréttapýramída fór fram í Vestmannaeyjum í gær en þetta er í fyrsta sinn sem veitt eru verðlaun fyrir fréttaumfjöllun af landsbyggðinni.

Meðal annarra verðlaunahafa voru Sjöfn Benónýsdóttir og eiginmaður hennar, Gísli Sigmarsson, sem voru valin Eyjamenn ársins. Sönghópurinn Blítt og létt hlaut Fréttapýramídann fyrir störf að menningarmálum. Fréttapýramídann fyrir störf að íþróttum hlaut Arnar Pétursson, fyrrverandi þjálfari ÍBV í handknattleik. Hjónin Adda Sigurðardóttir og Magnús Bragason hlutu Fréttapýramídann fyrir fyrirtæki ársins, Hótel Vestmannaeyjar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×