Komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða jukust rétt fyrir hrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2015 15:13 Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ungum konum líður verr í kjölfar hrunsins og komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða fjölgar. Vísir Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, kynnti fyrstu niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær. „Í rannsókninni erum við að skoða allar komur á bráðamóttöku Landspítalans og allar innlagnir á spítalann vegna sjálfsskaða á tíu ára tímabili, frá 2003 til 2012. Ég skipti tímabilinu síðan í tvennt þarna við 6. október 2008 og hyggst skoða hvort og þá hvaða áhrif kreppan hefur haft á komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Inni í því eru eitranir, eigin saga um sjálfsskaða og greiningar sem kallast vísvitandi sjálfskaði,“ segir Hildur. Leiðbeinandi Hildar, Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsuvísindum, hefur mikið rannsakað áhrif áfalla á andlega líðan og sýna rannsóknir hennar að streita hefur aukist í samfélaginu eftir hrun, sérstaklega meðal kvenna. Hildur segir að fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni benda til þess sama: „Aðalniðurstöðurnar benda til vissrar aukningar fyrir hrun og að þær nái toppi í lok árs 2007 og í byrjun 2008, sérstaklega á meðal karla. Það kom okkur á óvart, og að sama skapi það að komum karla fór mikið fækkandi eftir hrun.“ Hildur segir að þær hafi síður átt von á þeim niðurstöðum þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að það sé aukin áhætta á sjálfsvígstilraunum eftir efnahagshrun. Hún segir tengsl við atvinnuleysi meðal annars sýna að karlar séu í aukinni áhættu á að líða verr. „Við sjáum hins vegar að ungum konum líður verr og það er aukning í komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Við getum ekki áætlað neitt strax út frá þessum niðurstöðum en rannsóknin sem Arna gerði á streitu sýndi þó einnig að konur eru í auknum áhættuhópi og upplifa meiri streitu. Þannig að við sjáum hreyfingu þarna á meðal ungra kvenna.“ Heildarfjöldi koma á bráðamóttöku var tæplega 5.200 á því tíu ára tímabili sem Hildur skoðar og hún segir heildarfjölda koma á árunum fyrir og eftir hrun vera nokkuð svipaðan. Hins vegar sé munurinn merkjanlegur á fjölda þeirra sem koma eftir kyni og aldri og að það sem helst komi á óvart sé toppurinn í komum fyrir hrun. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, kynnti fyrstu niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær. „Í rannsókninni erum við að skoða allar komur á bráðamóttöku Landspítalans og allar innlagnir á spítalann vegna sjálfsskaða á tíu ára tímabili, frá 2003 til 2012. Ég skipti tímabilinu síðan í tvennt þarna við 6. október 2008 og hyggst skoða hvort og þá hvaða áhrif kreppan hefur haft á komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Inni í því eru eitranir, eigin saga um sjálfsskaða og greiningar sem kallast vísvitandi sjálfskaði,“ segir Hildur. Leiðbeinandi Hildar, Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsuvísindum, hefur mikið rannsakað áhrif áfalla á andlega líðan og sýna rannsóknir hennar að streita hefur aukist í samfélaginu eftir hrun, sérstaklega meðal kvenna. Hildur segir að fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni benda til þess sama: „Aðalniðurstöðurnar benda til vissrar aukningar fyrir hrun og að þær nái toppi í lok árs 2007 og í byrjun 2008, sérstaklega á meðal karla. Það kom okkur á óvart, og að sama skapi það að komum karla fór mikið fækkandi eftir hrun.“ Hildur segir að þær hafi síður átt von á þeim niðurstöðum þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að það sé aukin áhætta á sjálfsvígstilraunum eftir efnahagshrun. Hún segir tengsl við atvinnuleysi meðal annars sýna að karlar séu í aukinni áhættu á að líða verr. „Við sjáum hins vegar að ungum konum líður verr og það er aukning í komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Við getum ekki áætlað neitt strax út frá þessum niðurstöðum en rannsóknin sem Arna gerði á streitu sýndi þó einnig að konur eru í auknum áhættuhópi og upplifa meiri streitu. Þannig að við sjáum hreyfingu þarna á meðal ungra kvenna.“ Heildarfjöldi koma á bráðamóttöku var tæplega 5.200 á því tíu ára tímabili sem Hildur skoðar og hún segir heildarfjölda koma á árunum fyrir og eftir hrun vera nokkuð svipaðan. Hins vegar sé munurinn merkjanlegur á fjölda þeirra sem koma eftir kyni og aldri og að það sem helst komi á óvart sé toppurinn í komum fyrir hrun.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent