Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 07:31 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í nótt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Hann er verjandi annars mannanna. Í færslu sinni vísar Vilhjálmur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær og segir að því hafi verið „slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauðgana. Hér er myndband af íbúðinni. Dæmi nú hver fyrir sig. Engu að síður kýs aðalritstjóri Fréttablaðsins að berja höfðinu við steininn og segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær að Fréttablaðið standi við fréttina.“ Þá segir Vilhjálmur að mennirnir neiti alfarið sök og segir að gögn málsins og vitnsiburðir styðji framburð þeirra. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í gær að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sú ákvörðun vakti mikla reiði í samfélaginu og var meðal annars boðað til mótmæla við lögreglustöðina auk þess sem hundruð Íslendinga deildu færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir eru nafngreindir. Þá gengur um Facebook færsla þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. Um þetta segir lögmaðurinn: „Aftaka kærðu á netinu í gær mun verða íslendingum til vansa um aldir alda. Á því ber Fréttablaðið fulla ábyrgð ásamt hlutaðeigandi mykjudreifurum. Á þá ábyrgð mun reyna.“ Í athugasemd við fréttina er Vilhjálmur spurður að því hvort ekki sé séns á því að meintur nauðgari hafi fjarlægt „þetta“, og vísar þar væntanlega til tóla og tækja sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fundið í íbúðinni. Vilhjálmur svarar þessu neitandi og segir lögregluna hafa verið löngu búna „að gera húsleit þegar myndbandið var tekið.“ Myndbandið og Facebook-færslu Vilhjálms má sjá hér að neðan.Í Fréttablaðinu í gær, 9. nóvember 2015, var því slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauð...Posted by Vilhjálmur H. Vilhjálmsson on Monday, 9 November 2015 Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Hann er verjandi annars mannanna. Í færslu sinni vísar Vilhjálmur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær og segir að því hafi verið „slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauðgana. Hér er myndband af íbúðinni. Dæmi nú hver fyrir sig. Engu að síður kýs aðalritstjóri Fréttablaðsins að berja höfðinu við steininn og segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær að Fréttablaðið standi við fréttina.“ Þá segir Vilhjálmur að mennirnir neiti alfarið sök og segir að gögn málsins og vitnsiburðir styðji framburð þeirra. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í gær að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Sú ákvörðun vakti mikla reiði í samfélaginu og var meðal annars boðað til mótmæla við lögreglustöðina auk þess sem hundruð Íslendinga deildu færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir eru nafngreindir. Þá gengur um Facebook færsla þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. Um þetta segir lögmaðurinn: „Aftaka kærðu á netinu í gær mun verða íslendingum til vansa um aldir alda. Á því ber Fréttablaðið fulla ábyrgð ásamt hlutaðeigandi mykjudreifurum. Á þá ábyrgð mun reyna.“ Í athugasemd við fréttina er Vilhjálmur spurður að því hvort ekki sé séns á því að meintur nauðgari hafi fjarlægt „þetta“, og vísar þar væntanlega til tóla og tækja sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fundið í íbúðinni. Vilhjálmur svarar þessu neitandi og segir lögregluna hafa verið löngu búna „að gera húsleit þegar myndbandið var tekið.“ Myndbandið og Facebook-færslu Vilhjálms má sjá hér að neðan.Í Fréttablaðinu í gær, 9. nóvember 2015, var því slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauð...Posted by Vilhjálmur H. Vilhjálmsson on Monday, 9 November 2015
Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00