Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 16:07 Rektor Kookmin háskóla óskar Ólafi Ragnari til hamingju með nafnbótina. Vísir/Forseti.is Ólafur Ragnar Grímsson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Kookmin háskólanum í Seúl á mánudag. Greint er frá þessu á vef forseta Íslands en þar kemur fram að Ólafur Ragnar flutti fyrirlestur við það tækifæri og var skrifað undir samstarfssamning milli Háskólans í Reykjavík og Kookmin háskóla.Ólafur Ragnar tekur við sæmingarskjali.Vísir/Forseti.isRektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. Fyrrum forsætisráðherra Kóreu, dr. Hong-Koo Lee, flutti einnig ávarp við athöfnina. Fyrirlestur Ólafs Ragnars bar heitið: Iceland’sCleanEnergyEconomy - Lessons for aGlobalTransformation. Í fyrirlestri sínum fjallaði forseti um sjálfbæran orkubúskap Íslendinga og þá lærdóma sem aðrar þjóðir gætu dregið af reynslu Íslendinga í þeim efnum. Í kjölfarið svaraði Ólafur Ragnar fyrirspurnum nemenda og kennara.Við upphaf athafnar þar sem forseti Íslands var sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Kookmin háskólann í Seúl.Vísir/Forseti.isÍ gær heimsótti Ólafur Ragnar Heimskautastofnun Kóreu, KOPRI, sem er öflug vísindastofnun rúmlega tvö hundruð vísindamanna og sérfræðinga. Forystumenn stofnunarinnar gerðu grein fyrir fjölþættum og viðamiklum rannsóknum á náttúru og lífríki á Norðurslóðum og öðrum ísilögðum hlutum veraldar. KOPRI hefur tekið virkan þátt í þingum Hringborðs Norðurslóða - ArcticCircle, frá stofnun þess. Kemur fram á vef forseta Íslands að fyrirhugað sé að efla enn starfsemi Heimsskautastofnunarinnar á komandi árum. Í kjölfarið heimsótti Ólafur Ragnar höfuðstöðvar hins nýja loftslags- og umhverfissjóðs GreenClimate Fund, sem stofnaður var með ákvörðun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Cancun árið 2010. Græna loftslagssjóðnum er ætlað að leggja fjármuni til verkefna í þróunarríkjum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum, ekki síst að styðja ríki til þess að endurskipuleggja orkubúskap sinn í átt til sjálfbærni og aðstoða þau ríki sem helst munu glíma við margvíslegar afleiðingar loftslagsbreytinga.Ólafur Ragnar í hópi nemenda við Kookmin háskólann.Vísir/Forseti.isÁ fundinum gerði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra m.a. grein fyrir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að framlög Íslands til hans verði ein milljón Bandaríkjadala sem dreifast muni á árin 2016-20. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Kookmin háskólanum í Seúl á mánudag. Greint er frá þessu á vef forseta Íslands en þar kemur fram að Ólafur Ragnar flutti fyrirlestur við það tækifæri og var skrifað undir samstarfssamning milli Háskólans í Reykjavík og Kookmin háskóla.Ólafur Ragnar tekur við sæmingarskjali.Vísir/Forseti.isRektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. Fyrrum forsætisráðherra Kóreu, dr. Hong-Koo Lee, flutti einnig ávarp við athöfnina. Fyrirlestur Ólafs Ragnars bar heitið: Iceland’sCleanEnergyEconomy - Lessons for aGlobalTransformation. Í fyrirlestri sínum fjallaði forseti um sjálfbæran orkubúskap Íslendinga og þá lærdóma sem aðrar þjóðir gætu dregið af reynslu Íslendinga í þeim efnum. Í kjölfarið svaraði Ólafur Ragnar fyrirspurnum nemenda og kennara.Við upphaf athafnar þar sem forseti Íslands var sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Kookmin háskólann í Seúl.Vísir/Forseti.isÍ gær heimsótti Ólafur Ragnar Heimskautastofnun Kóreu, KOPRI, sem er öflug vísindastofnun rúmlega tvö hundruð vísindamanna og sérfræðinga. Forystumenn stofnunarinnar gerðu grein fyrir fjölþættum og viðamiklum rannsóknum á náttúru og lífríki á Norðurslóðum og öðrum ísilögðum hlutum veraldar. KOPRI hefur tekið virkan þátt í þingum Hringborðs Norðurslóða - ArcticCircle, frá stofnun þess. Kemur fram á vef forseta Íslands að fyrirhugað sé að efla enn starfsemi Heimsskautastofnunarinnar á komandi árum. Í kjölfarið heimsótti Ólafur Ragnar höfuðstöðvar hins nýja loftslags- og umhverfissjóðs GreenClimate Fund, sem stofnaður var með ákvörðun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Cancun árið 2010. Græna loftslagssjóðnum er ætlað að leggja fjármuni til verkefna í þróunarríkjum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum, ekki síst að styðja ríki til þess að endurskipuleggja orkubúskap sinn í átt til sjálfbærni og aðstoða þau ríki sem helst munu glíma við margvíslegar afleiðingar loftslagsbreytinga.Ólafur Ragnar í hópi nemenda við Kookmin háskólann.Vísir/Forseti.isÁ fundinum gerði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra m.a. grein fyrir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að framlög Íslands til hans verði ein milljón Bandaríkjadala sem dreifast muni á árin 2016-20.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira