Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Bjarki Ármannsson skrifar 10. nóvember 2015 20:25 Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði. Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði.
Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32